Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Hreyfitilboð

Víða um land er mjög fjölbreytt dagskrá þar sem eldri borgarar hafa tækifæri til að velja sér þá hreyfingu sem hentar. Á flestum stöðum eru  íþróttakennarar, sjúkraþjálfarar eða hjúkrunarfólk sem leiðbeina. 

ÍSÍ hvetur þá sem bjóða upp á íþróttastarf fyrir eldri borgara að senda inn upplýsingar. Með því er hægt að skapa vettvang fyrir aukið upplýsingaflæði fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra um þennan málaflokk.

Vinsamlegast sendið upplýsingar á Hrönn Guðmundsdóttur, sviðsstjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, hronn@isi.is,
514 4023. 

Einnig er hægt að hafa samband og fá nánari upplýsingar hjá þeim aðilum sem eru tilgreindir á hverju svæði fyrir sig.

Höfuðborgarsvæðið 

Reykjavík
Sundleikfimi í sundlaugum ÍTR, leikfimi í Víkinni og Laugardalshöll. Púttvellir eru staðsettir á 10 stöðum m.a. við öldrunarstofnanir.
70 ára og eldri fá frítt í þessa þjónustu auk þess er frítt á öll skíðasvæði borgarinnar.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍTR.
Á Dalbraut 14 er boðið upp á leikfimi, boccia og göngu á vegum Auðar Jónsdóttur íþróttakennara.
Trimmklúbburinn Edda býður upp á vatnsleikfimi í Grensáslaug, jóga og gönguklúbb.

Mosfellsbær
Pútt, línudans, leikfimi og jóga er kennt í þjónustumiðstöðinni að Hlaðhömrum. Á laugardögum er farið í göngu og boðið upp á vatnsleikfimi á vegum Rauða kross deildar Kjósarsýslu.
67 ára og eldri fá frítt í sund.
Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Þorkelsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara.

Álftanes
FEBÁ félag eldri borgara á Álftanesi.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjartur I. Gunnarsson, formaður.
gbjartur@simnet.is

Kópavogur
Í Gjábakka og Gullsmára er boðið upp á almenna leikfimi, jóga, sundleikfimi, pútt, göngur, boccia, dans (námskeið), bobb og hægt er að fara á þrekhjól.

Íþróttafélagið Glóð var stofnað 2005. Megin þema félagsins er hreyfing-fæðuval-heilsa.
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Björgvinsdóttir forstöðumaður Gjábakka.

Vesturland 

Akranes í samstarfi við Skilamannahrepp, Innri-Akranesh.,Hvalfjarðarh., Leirárh.og Melahrepp.
Heilsuefling á vegum Fjölskyldusviðs í samvinnu við ÍA, FEBAN og heilsugæslu er í 6 vikur á haustin,  námskeið í stafgöngu er á vorin, einnig er boðið upp á leiðsögn í tækja- og þreksal. Félag eldri borgara á Akranesi, FEBAN sér um sundleikfimi, boccia, keilu og pútt. Liðleikaæfingar eru í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-11. 67 ára og eldri fá frítt í sund en greiða kr.100 fyrir komu í tækjasal. Samningur er í gildi milli Akraneskaupsstaðar og Hvalfjarðarsveitar um að íbúar Hvalfjarðarsveitar 67 ára og eldri getir sótt félagsstarfið.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Gísladóttir öldrunarfulltrúi sigrun@akranes.is, 433-1000 og hjá FEBAN, Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni, Kirkjubraut 40 s: 431 2000.

Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit
Á dvalarheimilinu er leikfimi og boðið er upp á sundleikfimi.
Aðgangur að sundlaug og íþróttahúsi er ókeypis fyrir 67 ára og eldri.
Starfrækt eru tvö félög eldriborgara, í Borganesi og nágrenni og hitt í uppsveitum.
Nánari upplýsingar veitir Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri,  hjordis@borgarbyggd.is

Snæfellsbær
Boðið er upp á leikfimi og jóga á Dvalarheimilinu Jaðri, tvo daga í viku.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Ólafardóttir bæjarritari, lilja@snb.is

Stykkishólmur
Hjartahópurinn hittist reglulega í sundi undir stjórn kennara á þriðjudögum kl. 17 og boðið er uppá Boccia í íþróttahúsinu kl. 10-12 á föstudögum. Eldri borgarar borga lægra gjald í laugina.
Nánari upplýsingar veitir Þór Örn Jónsson bæjarritari, 438-1700, thor@stykkisholmur.is

Reykhólahreppur
Líkamsþjálfun er á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð. Þar er hægt að fara á þrekhjól.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjori@reykholar.is

Norðurland 

Dalvík
Félag aldraðra á Dalvík og í Hrísey heldur uppi öflug og fjölbreyttu félagsstarfi. Félagsheimilið er að Mímisbrunni á Dalvík. Mímiskórinn hefur verið starfræktur við félagið til fjölda ára. Auk þess fara félagar reglulega í lengri og styttri ferðir. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Gunnarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, s: 460 4913.
 
Eyjafjarðarsveit
Nánari upplýsingar veitir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri, 463-1335, jonas@esveit.is.

Akureyri
Pútt er við Lindasíðu og Bugðusíðu. Fjölnotahúsið Boginn er opinn alla virka morgna yfir vetrarmánuðina til göngu og almennrar hreyfingar. Sundtímar með íþróttakennara í Glerárlaug yfir vetrartímann, leikfimi og námskeið haldin í tengslum við félagsstarf, t.d. jóga, dans, stólaleikfimi, slökun, leikir og línudans. Bærinn býður einnig upp á heilsueflandi heimsóknir til eldri borgara. Hér má nálgast nánari dagskrá. Eldri borgarar fá frítt í sundlaugar bæjarins sem og á skíðasvæðið.
Nánari upplýsingar veita Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, framkvæmdastjóri Búsetudeildar og Kristinn H. Svanbergsson, íþróttafulltrúi, kristinn@akureyri.is.
 
Grenivík
Leikfimi á dvalarheimili aldraðra og aðgangur að þrekhjóli.
Frítt er í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri.
 
Húsavík
Bærinn er í nánu samstarfi við Félag eldri borgara á Húsavík og veitir þeim fría aðstöðu.
Frítt er í sund og afnot að íþróttamannvirkjum.
Nánari upplýsingar veitir Freydís Jóna Freysteinsdóttir, félagsmálastjóri og Jóhann Rúnar Pálsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi.

Austurland

Vopnafjörður
Leikfimi á elliheimilinu.

Fjarðabyggð
Liðkandi æfingar eru í mötuneyti leiguíbúða aldraðra í Neskaupsstað.
Frítt er fyrir 67 ára og eldri í sund, afnot af íþróttamannvirkjum og á skíðasvæðið.
Félag eldri borgara í Fjarðabyggð stendur fyrir danskennslu og öðrum námskeiðum.

Suðurland

Höfn í Hornafirði
Félag eldri borgara á Hornafirði sér um að skipuleggja tómstundastarf í félagsmiðstöðinni Ekrunni. Boðið er upp á gönguferðir, snóker, sundleikfimi, leikfimi og boccia yfir vetrartímann. Yfir sumarið er farið í gönguferðir auk þess sem hægt er að stunda snóker.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Helgi Þorvaldsson æskulýðs-og tómstundarfulltrúi, 470-8000.
 

Hvolsvöllur/Rangárþing eystra.
Morgunleikfimi, sund, pútt og golf.
 
Vestmannaeyjar
Á mánudögum er leikfimi í Týsheimilinu, á miðvikudögum eru söngæfingar í Ísfélagshúsinu og á föstudögum er sundleikfimi í sundlauginni. Alla virka daga er félag eldri borgara með opið í Ísfélagshúsinu frá 13:30 – 16:00. Þar er hægt að stunda pútt, boccia og billjard. Alla virka daga er boðið upp á leikfimi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum. Einnig er boðið upp á danskennslu hluta úr vetri í grunnskólanum.
Frítt er í sund fyrir 67 ára og eldri.