Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
31

Reglur sérsambanda vegna COVID-19

Sóttvarnareglur voru hertar á ný þann 25. júlí og gilda reglurnar til og með 13. ágúst.   
Helstu takmarkanirnar sem viðkoma íþróttastarfinu í landinu eru eftirfarandi:

  • Almennar fjöldatakmarkanir eru 200 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.
  • Nándarregla er almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.
  • Grímuskylda gildir innanhúss og þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar með og án snertinga. Hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2005 og fyrr er 100 manns í rými.
  • Hámarksfjöldi áhorfenda er 200 manns í rými sem skulu skráðir í númeruð sæti með nafni, kennitölu og símanúmeri. Mögulegt er að hafa fleiri en eitt rými, þ.e. með sérinngangi fyrir hvert rými og að komið sé í veg fyrir blöndun fyrir og eftir viðburð. Veitingasala óheimil á keppnisstöðum.

Heilsu- og líkamsræktarstöðvum sem og sund- og baðstöðum er heimilt að hafa opið fyrir 75% af hámarksfjölda leyfilegra gesta.