Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Lyfjaeftirlitsfræðsla

14.02.2016

Alþjóða lyfjaeftirlitið WADA stendur fyrir ýmis konar fræðslu og forvarnarstarfi. Á Ólympíuleikum ungmenna eru tekin lyfjapróf af völdum þátttakendum. Enn meiri áhersla er lögð á fræðslu og forvarnir til ungmennanna sem taka þátt á leikunum. WADA er með bás í næsta nágrenni mataraðstöðunnar í Ólympíuþorpinu. Þar gefst þátttakendum kostur á að kanna vitneskju sína um lyfjaeftirlitsmálaflokkinn, þeir sem standa sig sérstaklega vel eru verðlaunaðir. Einnig eru þátttakendur hvattir til að setja nafn sitt, keppnisgrein og frá hvaða landi þeir koma með handarfari sínu á áskorun um íþróttir lausar við lyfjamisnotkun.

Íslensku keppendurnir létu að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja, tóku þátt í spurningakönnun og skrifuðu sín nöfn á áskorunina. Meðfylgjandi eru svipmyndir frá heimsókn íslensku keppendanna á fræðslubás WADA. Að sjálfsögðu var okkar fólk vel að sér og svaraði öllum spurningum rétt. Þeir sem vilja spreyta sig á spurningakönnun WADA geta smellt hér, hægt er að velja íslensku.

Myndir með frétt