Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Heimsókn Háskóla unga fólksins

20.06.2016

Hópur af krökkum á aldrinum 12-16 ára kom í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í síðustu viku í tengslum við Háskóla unga fólksins og Ólympíudaginn. Háskóli unga fólksins er fyrir fróðleiksfúsa og fjöruga krakka á aldrinum 12-16 ára. Skólinn stendur yfir í tæpa viku og þá sækja nemendur fjölda stuttra námskeiða og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands. Þessir krakkar voru í heimsókn hjá íþróttafræði HÍ. Þau fengu stutta kynningu á ÍSÍ og fór mestur tími í umfjöllun um Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Leynigestur var Þormóður Árni Jónsson júdókappi og vakti hann mikla hrifningu krakkanna. Gafst tækifæri til þess að spyrja hann um ýmislegt um lífið og tilveruna í Ólympíuþorpinu og hvernig hann komst svona langt í júdó. Einnig var farið út og fengu krakkarnir stutta sýnikennslu um júdó. Að lokinni kynningu ÍSÍ fór hópurinn yfir til Atlas sjúkraþjálfunnar þar sem Róbert Magnússon sagði þeim frá starfi sjúkraþjálfarans.

Heimsóknin var einnig liður í að fagna Ólympíudeginum sem haldinn verður hátíðlegur um allan heim 23. júní næstkomandi.

 

 

Myndir með frétt