Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

EYOF 2017 - hátíðin sett

23.07.2017

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett við hátíðlega athöfn nú fyrr í kvöld í Györ í Ungverjalandi. Eins og á fleiri góðum setningarhátíðum voru atriði með skírskotun í sögu gestgjafaþjóðarinnar, Ólympíufáninn og fáni Ungverjalands voru dregnir að húni við undirleik sinfóníuhljómsveitar sem lék Ólympíuóðinn og ungverska þjóðsönginn. Farið var með eið fyrir hönd keppenda, dómara og þjálfara. Eldur leikanna var tendraður, plötusnúður lék tónlist og setningunni var fagnað með flugeldasýningu. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar svipmyndir frá hátíðinni auk myndar af fánabera íslenska hópsins, Eiríki Guðna Þórarinssyni keppanda í handknattleik og fyrirliða liðsins.

 

Keppni hefst svo strax í fyrramálið, í sundi keppa Brynjólfur Óli og Viktor Forafonov. Í tennis keppa Sofia Sóley, Georgína Athena og Brynjar Sanne. Í frjálsum keppa þær Hera Rán, Guðbjörg Jóna og Birna Kristín. Fyrsta keppnisdegi íslenska hópsins lýkur svo með leik við Slóvena í handknattleik drengja.

Myndir með frétt