Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Tveir nýir starfsmenn hjá ÍSÍ

09.07.2018

ÍSÍ hefur ráðið tvo nýja verkefnastjóra á skrifstofu ÍSÍ í Reykjavík. 

Kristín Birna Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri í fullu starfi á Almenningsíþróttasviði ÍSÍ. Kristín Birna er með M.Sc. gráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í sálfræði frá San Diego State University. Kristín Birna hefur haft yfirumsjón með starfi frjálsíþróttadeildar ÍR undanfarin ár og einnig verið stundakennari í HR og Keili. Kristín Birna tekur við starfi verkefnastjóra af Magnúsi G. Þórarinssyni sem lét af störfum nú á vormánuðum.

Brynja Guðjónsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri í fullu starfi á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ. Um er að ræða nýtt starf en mikil þörf er á aukinni þjónustu á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ í kjölfar aukinna umsvifa hjá Afrekssjóði ÍSÍ. Brynja er með B.Sc. í viðskiptafræði og með diplomu í viðburðarstjórnun. Hún hefur víðtæka reynslu úr íþróttahreyfingunni, meðal annars úr starfi sínu sem verkefnastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Reykjavíkurmaraþoni.

Báðar hefja þær störf í byrjun ágúst og býður ÍSÍ þær hjartanlega velkomnar til starfa.