Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

Tennissamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

22.11.2018
Nýverið var gengið frá samningi Tennissambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Tennissamband Íslands (TSÍ) flokkast sem C/Þróunarsérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til TSÍ vegna verkefna ársins er 1.450.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni TSÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 800.000 kr.
 
TSÍ sendi lið til keppni á bæði Davis Cup og Fed Cup mótin á árinu, en mótin eru heimsmeistaramót liða og fara fram árlega. Karlamótið fór að þessu sinni fram í Túnis og kvennamótið í Búlagaríu. Kvennaliðið sigraði lið Kosóvó eða einn leik af fjórum í keppninni og karlaliðið lék einnig fjóra leiki og sigraði tvo þeirra, Albaníu og Andorra. Aðstæður í þessari keppni eru oft ólíkar aðstæðum á Íslandi og mjög krefjandi. Þá hafa nokkrir einstaklingar keppt á alþjóðlegum mótum erlendis á árinu, bæði ATP og ITF mótum.  
 
Það voru þeir Hjörtur Þór Grjetarsson, formaður TSÍ og Raj Bonifacius, í stjórn TSÍ, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd TSÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.
Á myndinni má sjá þau Hjört Þór og Lilju að lokinni undirritun.