Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Góður stuðningur frá foreldrum keppenda

29.05.2019

Hér á Smáþjóðaleikunum er nokkur hópur foreldra og annarra ættingja sem kominn er hingað til Svartfjallalands til að fylgjast með sínu fólki á leikunum og styðja íslenska hópinn í keppni.

Starfsmaður ÍSÍ rakst á nokkra þeirra í blakhöllinni í morgun og fékk góðfúslegt leyfi til að taka af þeim myndir og birta hér á síðunni. Hjónin Einar Sigurðsson og Þórey Haraldsdóttir eru foreldrar Matthildar Einarsdóttur í landsliði kvenna í blaki og voru þau mætt í áhorfendastúkuna í blakhöllinni, ásamt Stefáni Jakobssyni föður Söru Óskar í sama liði. Voru þau vel útbúin með trommu til að ná fram meiri stemmningu í stuðningsmannahópinn. „Ég tók þátt í mörgum leikum sjálfur og nú er kominn tími til að fylgja næstu kynslóð,“ sagði Einar í samtali við starfsmann ÍSÍ áður en hann sneri sér að því að hvetja íslensku keppendurna áfram. 
Nýkjörinn formaður Blaksambands Íslands, Grétar Eggertsson, kona hans Guðrún og dóttir Daníela voru einnig mætt í stuðningsmannahópinn í höllinni en þau eiga Thelmu Dögg í blaklandsliðinu. Með þeim á myndini er liðsstjóri liðsins, Berglind Valdimarsdóttir.

Kvennalandsliðið vann öruggan sigur á liði San Marínó í morgun og ekki að efa að góður stuðningur úr áhorfendastúkunni hefur aukið á stemmninguna.

Myndir með frétt