Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Fyrirlestrar Sýnum karakter aðgengilegir

12.11.2019

Nú eru fyrirlestrar frá fjórðu ráðstefnu Sýnum karakter sem bar heitið „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?“ aðgengilegir á Youtube síðu Sýnum karakter hér.

Ráðstefnan fór fram í Háskólanum í Reykjavík í byrjun október og voru sex er­indi flutt. Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur og hugmyndasmiður Sýnum karakter hélt erindi um íþróttir og áhrif móta á unga iðkendur. Sig­urður Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Ung­menna­sam­bands Borg­ar­fjarðar, sagði frá því hvernig fé­lagið vinni um þess­ar mund­ir að því að inn­leiða hug­mynda­fræði verk­efn­is­ins Sýnum karakter í all­ar deild­ir aðild­ar­fé­laga, Sól­veig Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fim­leika­sam­bands Íslands, sagði frá breyt­ing­um á móta­fyr­ir­komu­lagi í áhaldafim­leik­um barna og Arn­ar Bill Gunn­ars­son, fræðslu­stjóri KSÍ, sagði frá því hvernig fót­bolti yngri flokka hafi breyst. Sveinn Þor­geirs­son, aðjúnkt á íþrótta­fræðasviði HR, sagði frá hand­bolta­leikj­um barna og ýms­um nýj­ung­um og André Lachance frá Sport for Life í Kan­ada sagði frá breytt­um hugs­ana­hætti í þjálf­un og íþróttaiðkun. Að lok­um lýsti Jó­hanna Vig­dís Hjalta­dótt­ir fjöl­miðlakona þeim já­kvæðu áhrif­um sem íþróttaiðkun hafi haft á fatlaðan son sinn og fjölskylduna. Ráðstefnustjóri var Pálmar Ragnarsson.

Mark­mið verkefnisins Sýnum karakter snýr að þjálf­un sál­rænn­ar og fé­lags­legr­ar færni barna og ung­menna í íþrótt­um og er verkefninu ætlað að hvetja þjálf­ara og íþrótta­fé­lög til að leggja enn meiri og mark­viss­ari áhersl­ur á að byggja upp góðan karakt­er hjá iðkend­um og gera þá bet­ur í stakk búna til að tak­ast á við lífið auk þess að ná ár­angri í íþrótt­um. Sýnum karakter er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands.

Vefsíða Sýnum karakter.

Facebook síða Sýnum karakter.