Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

IOC kynnir mótaröð í rafíþróttum

16.03.2023

 

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur kynnt fyrirkomulag á mótaröð í rafíþróttum, „Olympic Esports Series 2023“ sem er keppni í rafíþróttum í hermum og með rafrænum hætti á heimsvísu en IOC átti frumkvæðið að mótaröðinni og er hún í samvinnu við alþjóðasérsambönd og leikjaframleiðendur.

Búið er að staðfesta að keppt verður í eftirfarandi greinum:

  • Bogfimi (World Archery Federation, Tic Tac Bow),
  • Hafnabolti (World Baseball Softball Confederation, WBSC eBASEBALL™: POWER PROS),
  • Skák (International Chess Federation, Chess.com),
  • Hjólreiðar (UCI, Zwift),
  • Dans (World DanceSport Federation, JustDance)
  • Aksturíþróttir (Fédération Internationale de l’Automobile, Gran Turismo).
  • Siglingar (World Sailing, Virtual Regatta),
  • Taekwondo (World Taekwondo, Virtual Taekwondo)
  • Tennis (International Tennis Federation, Tennis Clash),

Keppnin er hafin en lokakeppnin í þessum greinum fer fram dagana 22. til 25. júní nk. í Singapore á viðburði sem fékk nafnið „Olympic Esports Week 2023“.

Skilgreining IOC á rafíþróttum er m.a. grunnurinn að þeirri skilgreiningu íþróttahreyfingarinnar sem samþykkt var á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2021 og er:

75. Íþróttaþing ÍSÍ samþykkir að innan íþróttahreyfingarinnar verði hugtakið rafíþróttir notað um rafræna íþróttaleiki, bæði sýndaríþróttaleiki (hermileiki) og aðra íþróttaleiki sem byggja á viðurkenndum íþróttagreinum innan íþróttahreyfingarinnar.

Í þeim tilfellum sem rafíþróttir eru skilgreindar innan viðkomandi alþjóðasérsambanda eru það viðkomandi sérsambönd ÍSÍ sem fara með forræði þeirra hér á landi, enda byggja þær á viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ.

Aðilar innan vébanda ÍSÍ eru hvattir til að virða útgefin aldursmörk þeirra leikja sem spilaðir eru á vettvangi þeirra, auk þess að tryggja að inntak leikjanna sé í samræmi við siðareglur og gildi viðkomandi félags og þeirra samtaka sem þau tilheyra.

Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna:  https://olympics.com/ioc/news/ioc-announces-olympic-esports-series-2023