Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Íshokkíleikmaður í bann fyrir brot á Lögum ÍSÍ um lyfjamál

22.03.2018 10:07

Lyfjaeftirlit ÍSÍ tilkynnti í dag að Falur Birkir Guðnason, leikmaður meistaraflokks karla í íshokkí hjá Skautafélaginu Birninum, hafi samþykkt að gangast undir 8 mánaða óhlutgengi fyrir brot á Lögum ÍSÍ um lyfjamál.


Falur gekkst undir lyfjapróf eftir leik þann 13. janúar sl. og greindist Tetrahydrocannabinol (THC) yfir leyfilegum mörkum í sýni hans. THC er í flokki 8 á lista WADA yfir bönnuð efni og aðferðir (bannað í keppni). Óhlutgengið er frá 13. janúar að telja.

Til baka