Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna í kvöld

26.05.2025

 

Stærstur hluti íslenska hópsins sem keppir á Smáþjóðaleikunum ferðaðist í gær frá Íslandi til Andorra. Flogið var til Barcelona og þaðan tók við þriggja tíma rútuferð til Andorra en úrhellisrigning tók á móti hópnum þegar keyrt var yfir landamærin. 

Keppni hefst á morgun og munu íslensku liðin því æfa í dag áður en haldið verður á setningarhátíðina sem fer fram á þjóðarleikvangi Andorra í knattspyrnu. Setningarhátíðin hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á Anoc.tv

Keppnisdagskrá leikanna má finna hér: Schedule and results - Jocs dels Petits Estats d'Europa

ÍSÍ á Instagram