Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
27

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. 

Íþróttahéruð geta sótt um viðurkenninguna til ÍSÍ að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem finna má á gátlista Fyrirmyndarhéraða. Viðurkenningin gildir í fjögur ár.

Viðurkenningunni fylgja ýmsir kostir. Nefna má þætti eins og skipurit, skilgreingar á hlutverki stjórnar og starfsmanna, skýrar stefnur í málaflokkum eins og fræðslu- og forvarnarmálum, jafnréttismálum, umhverfismálum og félagsmálum auk persónuverndarstefnu og gerð siðareglna. 

ÍSÍ hvetur íþróttahéruðin til að sækja um þessa viðurkenningu og stuðla þannig að faglegra starfi í hreyfingunni.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is og 514-4000), sérfræðingur á Stjórnsýslusviði ÍSÍ. 

Upplýsingasíða um umsóknarferlið.

Hér má sjá myndband um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ