Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
16

 

     

Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Sigrún Huld Hrafnsdóttir var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ á hófi Íþróttamanns ársins 4. janúar 2024.

Sigrún Huld er fædd 12. janúar 1970.

Sigrún Huld er ein sigursælasta íþróttakona Íslands frá upphafi. Hún hóf að æfa sund með Íþróttafélaginu Ösp í Reykjavík árið 1982. Hæfileikar Sigrúnar í sundlauginni komu snemma í ljós og hún varð fyrst Íslendinga til að vinna til verðlauna á stórmóti í flokki þroskahamlaðra. Hún var sunddrottning HM árið 1989 sem haldið var í Svíþjóð þar sem hún vann til fimm gullverðlauna.

Á Ólympíumótinu í Madríd árið 1992 vann Sigrún til níu gullverðlauna, tvennra silfurverðlauna og sannaði þar enn frekar yfirburði sína í sundi þroskahamlaðra kvenna. Á heimsmeistaramótinu árið 1994 á Möltu var í fyrsta skipti sameiginlegt mót í flokkum þroskahamlaðra, hreyfihamlaðra og blindra. Þar vann Sigrún til sex verðlauna, þar af fern gullverðlaun. Á Ólympíumótinu í Atlanta árið 1996 vann hún svo ein bronsverðlaun, en þá hafði keppnisgreinum verið fækkað mikið í hverjum flokki vegna skipulagsbreytinga. Það var hennar síðasta stórmót. 

Sigrún Huld setti fjölda heimsmeta á íþróttaferlinum, var valin íþróttamaður Reykjavíkur árið 1992 og það sama ári var hún maður ársins að mati hlustenda Rásar 2 og Bylgjunnar. Þá var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2015.

  Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Sigrún Huld Hrafnsdóttir

Myndband - Sigrún Huld Hrafnsdóttir