Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun: Ungt fólk í meirihluta

Sumarfjarnám þjálfaramenntunnar ÍSÍ, 1. og 2. stig, er nú í fullum gangi en 64 nemendur skráðu sig í sumarfjarnámið að þessu sinni; 32 karlar og 32 konur.
Þjálfaramenntun ÍSÍ er áfangaskipt fræðslukerfi og eru þjálfarastigin þrjú, en þetta kerfi er samræmt fyrir allar íþróttagreinar. ÍSÍ sér um almenna hlutann og fer öll kennsla fram í fjarnámi. Sérsambönd ÍSÍ sjá um sérgreinahlutann. Námið er í boði þrisvar á ári, þ.e. sumar-, haust- og vorfjarnám.
Árlega útskrifar ÍSÍ um 100-150 nemendur úr almenna hluta þjálfaramenntunarinnar en á árunum 2012-2024 hafa 1640 þjálfarar farið í gegnum þjálfaramenntun ÍSÍ.
Nánari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ má finna hér: Þjálfaramenntun ÍSÍ
Hér að neðan má sjá aldursdreifingu og þátttöku eftir íþróttahéruðum í sumarfjarnámi ÍSÍ árið 2025.