Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Göngum í skólann verður sett í Grunnskóla Vestmannaeyja

03.09.2025

 

Verkefnið Göngum í skólann hefst í 19. sinn í dag og verður formleg setning í Grunnskóla Vestmannaeyja á föstudaginn. Að setningu lokinni munu Eyjamenn, nemendur, starfsfólk og aðrir gestir, ganga verkefnið af stað.

Fjöldi skóla sem hefur tekið þátt í Göngum í skóla hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum. Árið 2007, þegar verkefnið hófst, voru þátttökuskólar 26 talsins en í fyrra voru 77 grunnskólar sem skráðu sig til þátttöku. 

Skráning fer fram hér: Göngum í skólann

Þrír skólar verða dregnir út í lok átaksins og fær hver um sig inneign upp á 150.000 kr. frá Altis fyrir vörum se nýtast í íþróttakennslu eða leik í frímínútum. 

Göngum í skólann er styrkt af Íþróttaviku Evrópu - European Week of Sport (European Commission).