Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.04.2023 - 15.04.2023

Ársþing ÍF 2023

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
15.04.2023 - 15.04.2023

Ársþing BLÍ 2023

Ársþing Blaksambands Íslands verður haldið í...
31

Nefndir og ráð

Í upphafi starfstíma síns skipar framkvæmdastjórn fastanefndir og ráð stoðsviða ÍSÍ.

Stoðsvið ÍSÍ eru þrjú; Afreks-og Ólympíusvið, Þróunar- og fræðslusvið og Almenningsíþróttasvið. Kjörtímabil þeirra er til tveggja ára, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Stoðsvið ÍSÍ skulu m.a. hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum, vera framkvæmdastjórn til ráðuneytis og sjá um verkefni þeim tengdum.

Þær fastanefndir sem skipa skal eru: Stjórn Afrekssjóðs, Heilbrigðisráð, Fjármálaráð, Laganefnd, Heiðursráð, Upplýsinga- og fjölmiðlanefnd og Alþjóðanefnd.   Að auki telst Íþróttamannanefnd ÍSÍ til fastanefnda en í hana er valið samkvæmt Reglugerð ÍSÍ um Íþróttamannanefnd ÍSÍ.

Aðrar nefndir eru skipaðar eftir því sem tilefni gefst til að mati framkvæmdastjórnar.