Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16.05.2024 - 16.05.2024

Ársþing FSÍ 2024

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður...
14

Reinharð endurkjörinn formaður KAÍ

03.03.2015

28. Karateþing var haldið laugardaginn 28. febrúar síðastliðinn. Svo skemmtilega vildi til að það bar upp á 30 ára afmæli sambandsins sem var stofnað 28. febrúar 1985.
Ekki var um átakaþing að ræða en mestar umræður urðu um Afreksstefnu sambandsins og um undirbúning og framkvæmd á Norðurlandameistaramótinu í karate sem verður haldið hér á landi laugardaginn 11. apríl næstkomandi.
Reinharð Reinharðsson var endurkjörinn formaður sambandsins í áttunda sinn en tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir á þinginu, þær María Jensen, Karatedeild Fjölnis og Jacquline Becker, Karatedeild Fylkis. Einnig var einn nýr varamaður valinn í varastjórn, Rut Guðbrandsdóttir, frá Karatefélagi Akureyrar. Hafa þvi aldrei í 30 ára sögu sambandsins verið fleiri konur í stjórn og varastjórn þess.

Hafsteinn Pálsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu.