Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16.05.2024 - 16.05.2024

Ársþing FSÍ 2024

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður...
14

Ríó 2016 - Bið eftir fleiri Íslendingum í Ólympíuþorpið

01.08.2016

Ekki hefur gengið áfallalaust fyrir íslenska þátttakendur að koma sér og farangri sínum í Ólympíuþorpið í Ríó. Seinkanir urðu á flugi sem gerðu að verkum að komu keppendanna Irinu Sazonovu og Hrafnhildar Lúthersdóttur auk aðstoðarfólks seinkar um sólarhring. Einnig hafa verið vandræði með farangur sem gerir það að verkum að einhverjar töskur munu ekki skila sér á sama tíma og eigendurnir í þorpið.

Í ólympíuþorpinu fjölgar íbúum hratt og mun gera næstu dagana. Allt er til reiðu fyrir íslenku þátttakendurna þegar þeir mæta á staðinn. Meðfylgjandi er mynd af íbúðablokk íslenska hópsins.