Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.08.2020 - 23.08.2020

Ársþing KLÍ 2020

Ársþing Keilusambands Íslands verður haldið í...
26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
13

Karatesamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

19.10.2017

Karatesamband Íslands (KAÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 1,6 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Karate er orðin Ólympíugrein og verður á dagskrá á næstu Ólympíuleikum í Tókýó 2020. Erlent mótahald tekur mið af því og því er mikilvægt að íslenskir keppendur taki þátt og öðlist enn frekari keppnisreynslu á erlendum mótum. Á árinu 2017 hefur sambandið tekið þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum, jafnt fyrir fullorðinna sem unglinga, en ljóst er að efla þarf enn frekar alþjóðlega þátttöku og árangur á stærri vettvangi ef sambandið ætlar sér að eiga keppanda á Ólympíuleikum í framtíðinni.

Í lok september tók sambandið þátt í Smáþjóðamóti í karate sem haldið var í Andorra og næsta verkefni er Heimsmeistaramót ungmenna, 14 - 21 árs, sem fram fer á Tenerife dagana 25. - 30. október næstkomandi. Viðbótarstyrkur Afrekssjóðs ÍSÍ gefur sambandinu tækifæri á að efla enn frekar umgjörð afreksstarfs hjá sambandinu og vinna að framþróun afreksíþrótta.

Á myndinni má sjá karatekeppendur sem munu taka þátt á Heimsmeistarmóti ungmenna ásamt Lilju Sigurðardóttur, formanni Afrekssjóðs ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ og Reinharði Reinharðssyni, formanni KAÍ.

Myndir með frétt