Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Alþjóðlegur dagur æskunnar

12.08.2019

12. ágúst er alþjóðlegur dagur æskunnar. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hvetja ungt fólk til þess að deila mynd eða myndbandi á samfélagsmiðlum af sjálfu sér með þeim skilaboðum að fagna æskunni og ungu íþróttafólki. Markmið IOC er að bjóða hvarvetna upp á örugg og ánægjuleg íþróttasvæði fyrir ungt íþróttafólk til þess að æfa og keppa. Einnig er lögð áhersla á að ungt íþróttafólk öðlist jákvæða og ánægjulega reynslu af iðkun íþrótta. ÍSÍ hvetur æsku landsins til þess að taka þátt í þessu verkefni, en notast er við myllumerkin #YouthDay og #TransformingEducation  til þess að koma deginum á framfæri.

 

Lesa má meira um alþjóðlegan dag æskunnar á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna hér.