Lausanne 2020 - annar keppnisdagur framundan
.jpg?proc=400x400)
Á öðrum keppnisdegi Vetrarólympíuleika ungmenna er komið að svighluta blönduðu keppninnar hjá Gauta og Aðalbjörgu Lillý. Í blönduðu keppninni gildir samanlagður árangur úr risasvigskeppni dagsins og sviginu. Drengirnir byrja, verða þeir ræstir kl. 9.30. Gauti er nr. 51 í rásröð af þeim 57 keppendum sem fá að taka þátt í sviginu. Keppnin hjá stúlkunum hefst kl. 11.30, þar er Aðalbjörg Lillý nr. 34 í rásröðinni af 50 stúlkum sem taka þátt. Hægt er að fylgjast með úrslitum jafn óðum hér, einnig er hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu Ólympíustöðvarinnar - sjá hér.