Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16.05.2024 - 16.05.2024

Ársþing FSÍ 2024

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður...
13

Jákvæðar niðurstöður fyrir íþróttahreyfinguna

08.06.2020

Ánægjuvogin 2020 er nú birt og eru niðurstöður jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna. Skýrslan er unnin fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) af Rannsóknum og greiningu, Háskólanum í Reykjavík. Í skýrslunni má sjá ánægju grunnskólanema í 8., 9. og 10. bekk með íþróttafélagið sitt og áherslur þjálfara í starfi, einnig má sjá þátttöku unglinga af erlendum uppruna í íþróttastarfi, ástæður brottfalls úr íþróttum ásamt vímuefnaneyslu unglinga. Niðurstöður skýrslunnar eru greinanlegar niður á íþróttahéruð.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Íþróttafræðideild HR og Rannsóknum og greiningu kynnir niðurstöður skýrslunnar föstudaginn 12. júní. Kynningin fer fram í fundarsal í Laugardalshöllinni og hefst kl.10:00. Kynningunni verður streymt beint á miðlum ÍSÍ og UMFÍ.

Dæmi um niðurstöður:
• 61% Nemenda í efstu bekkjum grunnskóla æfa með íþróttafélagi 1x í viku eða oftar.
• Neysla allra vímuefna er mun ólíklegri á meðal unglinga í 8.-10. bekk sem æfa íþróttir með íþróttafélagi en þeirra sem æfa ekki.
• 1,6 % unglinga sem æfa ekki íþróttir með íþróttafélagi reykja daglega samanborið við 0,2% þeirra sem æfa.
• 11% unglinga sem æfa ekki hafa orðið ölvaðir 1x eða oftar um ævina samanborið við 4% þeirra sem æfa.

Ánægjuvogin byggir á niðurstöðum rannsóknar sem lögð var fyrir alla nemendur í 8. til 10. bekk á Íslandi í febrúarmánuði árið 2020. Framkvæmd og úrvinnsla rannsóknarinnar var í höndum Rannsókna & greiningar. Allir nemendur sem sátu í kennslustundum daginn sem könnunin fór fram svöruðu spurningalistanum. Samtals fengust gild svör frá 3712 nemendum í 8. bekk, 3436 nemendum í 9. bekk og 3368 í 10. bekk. Heildarsvarhlutfall á landsvísu var um 85%.

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Rannsóknir og greining standa fyrir kynningunni.