Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Athyglisvert fræðsluerindi á Akureyri

25.11.2022

 

Samstarfshópur um fræðslu í tengslum við íþróttastarf á Akureyri bauð upp á fræðsluerindi í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 24. nóvember síðastliðinn. 

Í samstarfshópnum eru fulltrúar ÍSÍ, ÍBA, Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri.  Að þessu sinni var það Dr. Viðar Halldórson sem var með erindi sem hann nefnir „Hið ósýnilega afl".  Þar fer Viðar yfir það hvernig félagsleg umgjörð, hugmyndafræði, gildi og vinnubrögð myndar kúltúr sem virkar sem ósýnilegt afl á einstaklinga og hópa.  Ágætis mæting var á erindi Viðars og ríkti almenn ánægja með erindið.