Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
16

Fyrrum forseti Grænlenska íþróttasambandsins heiðraður

05.09.2023

 

Grænlenska íþróttasambandið (GIF) er 70 ára í ár. Haldið var upp á afmæli sambandsins í tengslum við samnorrænan fund íþróttasambanda, ólympíunefnda og íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum sem fór fram í Nuuk á Grænlandi dagana 31. ágúst til 1. september sl. ÍSÍ færði sambandinu fallegt listaverk, eftir listakonuna Marlyn Herdísi, að gjöf í tilefni afmælisins. Það var formaður GIF, Bolethe Stenskov, sem tók við gjöfinni fyrir hönd sambandsins.

Nuka Kleemann, fyrrum formaður GIF til 20 ára, var við þetta tækifæri sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir frábært starf í þágu íþróttalegs samstarfs ÍSÍ og GIF í gegnum árin og framlags til Vest-Norden íþróttasamstarfsins.

Nuka lét af formannsembættinu í júní sl. þegar hann tók við sem yfirmaður deildar um menntun, menningu, íþróttir og kirkju undir sjálfstjórn Grænlands. Hann hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar í Grænlandi í um 40 ár, meðal annars sem formaður taekwondosambandsins á Grænlandi, áður en hann tók við sem formaður GIF. 

Á myndunum sem fylgja fréttinni eru annars vegar Lárus L.Blöndal forseti ÍSÍ og Nuka Kleemann við afhendingu heiðursviðurkenningarinnar og hins vegar Lárus og Bolethe, formaður GIF, við afhendingu afmælisgjafarinnar.

Myndir með frétt