Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Heimsókn frá nemum HÍ

30.09.2024

 

Miðvikudaginn 18. september sl. komu þær Rósey Björgvinsdóttir og Margrét Mist Sigursteinsdóttir í heimsókn til starfsmanna Fræðslu- og almenningsíþróttasvið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en Rósey og Margrét Mist eru nemar á öðru ári í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands (HÍ). Í einu af verkefnum þeirra í áfanganum Heilsuefling I, áttu nemendur að kynna sér heilsueflandi verkefni sem í gangi eru fyrir hinn almenna borgara og ákváðu Rósey og Margrét Mist að leita til ÍSÍ. Þær ákáðu að kynna sér betur heilsuverkefnið Hjólað í vinnuna en Hjólað í vinnuna fór af stað í tuttugasta og annað sinn í maí síðastliðnum. 

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert. Hjólað í vinnuna hófst árið 2003. Til gamans má geta þess að í ár voru 4.511 virkir þátttakendur sem hjóluðu 299.632 þúsund km, þessar þrjár vikur sem átakið stóð yfir.

Það var Linda Laufdal, sérfræðingur á fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ, sem tók á móti þeim Rósey og Margréti Mist og fræddi þær um upphaf verkefnisins, markmið og hvernig fyrirkomulag þess hefur verið í gegnum tíðina.  

ÍSÍ þakkar Rósey og Margréti Mist kærlega fyrir komuna. Það er alltaf gaman að fá áhugasama gesti í heimsókn.

Myndir/Linda Laufdal.

Myndir með frétt