Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

Formannafundur ÍSÍ 2024 haldinn í dag

22.11.2024

 

Árlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn í dag, föstudaginn 22. nóvember, í hátíðarsal Knattspyrnufélagsins Þróttar í Laugardalnum. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna og framkvæmdastjóra sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga. 

Á fundinum mun ÍSÍ gefa þátttakendum skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og fara yfir þau verkefni sem unnið hefur verið í á milli þinga. Fundurinn mun standa yfir á milli kl.15.30 og 19.00.  

Á undan fundinum, frá kl. 13:00 til 15:00 þá verður boðið upp á samtal með fulltrúum stjórnmálaflokka í landinu, í sama sal og Formannafundurinn fer fram í. Nú, í aðdraganda kosninga til Alþingis Íslendinga, þá er áríðandi að íþróttahreyfingin heyri ofan í stefnu þeirra varðandi íþróttatengd málefni. Það er von okkar að sjá sem flesta formenn og framkvæmdastjóra á Formannafundinum sem og fundinum með fulltrúum þingflokkanna.

Hér má finna dagskrá fundarins.

Hér eru aðrar upplýsingar.