Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

27.10.2014

Hermann Níelsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Hermann Níelsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍHermann Níelsson íþróttafrömuður var í dag sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþrótta í landinu. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti Hermanni Heiðurskrossinn að viðstaddri fjölskyldu hans og fulltrúum ÍSÍ, á Landsspítalanum við Hringbraut þar sem Hermann dvelur nú vegna illvígra veikinda,
Nánar ...
27.10.2014

Öflugt íþróttalíf í Reykjanesbæ

Öflugt íþróttalíf í ReykjanesbæFerð Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ um Suðurnesin fimmtudaginn 23. október sl. lauk í Reykjanesbæ með mannvirkjaskoðun og fundi með fulltrúum Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) og Íþróttabandalags Suðurnesja í húsnæði íþróttaakademíunnar.
Nánar ...
27.10.2014

Íþróttabandalag Suðurnesja heimsótt

Íþróttabandalag Suðurnesja heimsóttFimmtudaginn 23. október var Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ á ferðinni á Suðurnesjum. Með honum voru Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti, Sigríður Jónsdóttir ritari, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Birgir Sverrisson verkefnastjóri. Fyrst voru sveitarfélög á svæði Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS) skoðuð.
Nánar ...
26.10.2014

Forseti ÍSÍ í heimsókn hjá HSK

Forseti ÍSÍ í heimsókn hjá HSKLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Örvar Ólafsson verkefnastjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ heimsóttu Héraðssambandið Skarphéðinn miðvikudaginn 22. október sl. Heimsóknin hófst í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar þar sem Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK, Jóhannes Óli Kjartansson úr varastjórn HSK, Guðni Pétursson, bæjarritari, Ágústa Ragnarsdóttir úr bæjarstjórn Ölfuss og Hákon Hjartarson formaður Íþrótta- og æskulýðsnefndar Ölfuss tóku á móti hópnum.
Nánar ...
20.10.2014

ÍSÍ hlýtur Norrænu lýðheilsuverðlaunin

ÍSÍ hlýtur Norrænu lýðheilsuverðlauninÍSÍ hlaut Norrænu lýðheilsuverðlaunin þann 16. október sl. fyrir að leggja sitt af mörkum til bættrar lýðheilsu á Íslandi. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægu starfi í þágu heilbrigðis og vellíðunar. Þar er átt við félagslega, líkamlega og andlega þætti í umhverfinu, þætti sem hafa áhrif á lífsstíl.
Nánar ...
10.10.2014

Ráðstefna um stefnumótun í afreksíþróttum

Ráðstefna um stefnumótun í afreksíþróttumÁ mánudaginn næstkomandi, 13. október 2014, stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um stefnumótun í afreksíþróttum. Á þessari ráðstefnu er ætlunin að fjalla um afreksíþróttir frá mismunandi sjónarhornum og velta upp þeirri vinnu sem hefur verið í gangi við stefnumótun sambandsaðila og þeim árangri sem náðst hefur á alþjóðlegum vettvangi.
Nánar ...
08.10.2014

Fjölmennt fjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun

Haustfjarnám ÍSÍ á 1. stigi þjálfaramenntunarinnar er nú komið í fullan gang með yfir 40 nemendum sem koma frá hinum ýmsu íþróttagreinum og eru búsettir mjög víða á landinu. Meðal íþróttagreina sem nemendur eru að þjálfa eða ætla að þjálfa eru sund, karate, dans, körfuknattleikur, skíði, frjálsar, Taekwondo, rathlaup og íslensk glíma. Miklar umræður skapast gjarnan á spjallsvæði námsins þar sem nemendur deila þekkingu sinni og ýmsum atriðum í náminu. Námið tekur átta vikur og verður því þar með lokið vel fyrir jólamánuðinn. Fjárnám ÍSÍ á 1. 2. og 3. stigi þjálfaramenntunarinnar verður aftur í boði á vorönn 2015 og mun líklega hefjast í febrúar.
Nánar ...
08.10.2014

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er í dag, 8. október

Í ár tekur Ísland þátt í áttunda skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Hér á landi eru 66 skólar skráðir til leiks og hafa aldrei verið fleiri. Göngum í skólann verkefnið rúllaði af stað 10. september og því lýkur í dag, miðvikudaginn 8.október, á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum. Nemendur, foreldrar og starfsfólk þátttökuskólana hafa verið hvattir til þess að nota virkan ferðamáta, ganga eða hjóla í skólann síðastliðinn mánuð. Í mörgum skólum er m.a. keppt um gullskóinn milli bekkja eða bekkjardeilda, skólavinir, sem eru eldri nemendu
Nánar ...
07.10.2014

Ráðstefna um afreksíþróttir

Ráðstefna um afreksíþróttirNæsta mánudag, 13. október, fer fram ráðstefna um stefnumótun í Afreksíþróttum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Frítt er inn á þessa ráðstefnu. Miðað við forskráningu á ráðstefnuna má búast við því að færri komist að en vilja
Nánar ...
03.10.2014

Býr kraftur í þér?

Býr kraftur í þér?Í dag var formlega opnað fyrir skráningar sjálfboðaliða á vef Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi 1.- 6. júní 2015. Hefur þú áhuga á því að kynnast fólki, fylgjast með besta íþróttafólki Evrópu og jafnvel að sjá ný íþróttamet slegin? Býr kraftur í þér?
Nánar ...