Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Íþróttafólk sérsambanda 2016

Akstursíþróttakona ársins

Ásta Sigurðardóttir

Akstursíþróttakona ársinsÞrátt fyrir ungan aldur hefur Ásta mikla reynslu og náð frábærum árangri í akstursíþróttum. Í sínu fyrsta ralli, nýorðin 16 ára, fagnaði hún sigri með bróður sínum, Daníel. Sú sigurganga hélt áfram hér heima en fljótlega fóru þau systkin að keppa í Bretlandi og náðu þar meistaratitli í Evo Challenge árið 2009. Ásta er þrefaldur Íslandsmeistari í ralli sem aðstoðarökumaður 2006 og 2007 og nú síðast frábær íslandsmeistaratitill á þessu ári. Fáum konum hefur tekist að skrá sig jafn skýrt í sögu ralls á Íslandi og Ásta. Glæstur árangur ársins gerir Ástu að verðugum fulltrúa akstursíþrótta og titilsins Akstursíþróttakona ársins 2016.

Akstursíþróttamaður ársins

Aron Jarl Hillers

Akstursíþróttamaður ársinsAron hefur verið viðloðinn drift á Íslandi síðan á upphafsdögum þess. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í Drifti og þykir með eindæmum góður talsmaður íþróttarinnar. Hann er Íslandsmeistari 2016 og vann hann gull í 3 af 6 keppnum sumarsins. Í tveimur þeirra vann hann til silfurverðlauna og í einni lenti hann í 4 sæti. Aron hefur lagt sig allan fram við uppbyggingu íþróttarinnar undanfarin ár, ekki síst með því að Akstursíþróttasamband Íslands vera frábær fyrirmynd og koma vel fram innan brautar jafnt sem utan. Keppnislið hans Team Jarlinn hefur undir styrkri stjórn Arons unnið að því að færa driftið á íslandi á hærri stall varðandi útbúnað bíla og frammistöðu í keppnum. Auk þess að vera Íslandsmeistari í Drifti í ár tókst Aroni að vinna til gullverðlauna í öllum þeim keppnisgreinum sem hann skráði sig í á Bíladögum á Akureyri, það er Drift, Götuspyrna og Auto X en það verður að teljast ótrúlega glæsilegur árangur.

Badmintonkona ársins

Margrét Jóhannsdóttir

Badmintonkona ársinsMargrét varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2016, í einliðaleik og tvenndarleik með Daníel Thomsen. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Margrétar í einliðaleik en hún vann Tinnu Helgadóttur í úrslitum. Hún hefur nú orðið Íslandsmeistari í tvenndarleik tvö ár í röð. Margrét hefur unnið öll mót innan mótaraðar Badmintonsambandsins, sem hún hefur tekið þátt í, á árinu. Auk þess er hún hæst á styrkleikalista sambandsins í tvíliða- og tvenndarleik. Margrét var færð í meistaraflokk aðeins 16 ára gömul en hún á að baki fjöldan allan af Íslandsmeistaratitlum í unglingaflokki, sem og í A- og B-flokki. Hún hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2013, þá 18 ára gömul. Margrét á átta A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Áður spilaði hún með U17 og U19 unglingalandsliðum Íslands.Margrét hefur farið hratt upp heimslistann í badminton en listinn byggir á besta árangri tíu móta á síðastliðnum tólf mánuðum. Fyrir ári síðan var hún í 570. sæti en nú er hún í 310. sæti með fimm mót sem hún hefur keppt á og gefa henni stig.

Badmintonmaður ársins

Kári Gunnarsson

Badmintonmaður ársinsKári er Íslandsmeistari í einliðaleik fimmta árið í röð og í tvíliðaleik ásamt Atla Jóhannessyni þriðja árið í röð. Kári hefur verið mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla í landsleikjum. Hann var í unglingalandsliðum Íslands áður og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári hefur spilað 17 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.Kári var alinn upp í Danmörku og spilaði með Københavns Badminton Klub en fluttist til Íslands í lok ársins 2015. Kári spilaði hérlendis á vorönn 2016. Hann vann einliðaleik í öllum mótum sem hann tók þátt í hérlendis. Hann varð bæði Reykjavíkur- og Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik á þessu ári.Kári tók þátt í Evrópukeppni einstaklinga í Frakklandi í apríl en heimslistinn ræður hverjir öðlast keppnisrétt.Hann fluttist svo til San Fransisco í haust en þar er hann í skiptinámi frá Kaupmannahafnar-háskóla í meistaranámi í stjórnmálafræði. Hann hefur undanfarnar vikur æft í Ameríku og keppt.

Blakkona ársins

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir

Blakkona ársinsJóna Guðlaug, sem er 27 ára gömul, leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu Örebro. Afrek hennar á árinu 2016: •2. sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. •2. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar •Stigahæsti leikmaður Örebro •Næst besti smassarinn í úrslitakeppninni. •Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér sæti í 2. umferð í forkeppni HM. Fjöldi verðlauna í strandblaki á tímabilinu: •Karlskrona Challenger, 3. sæti •Kärsöns Challenger, 3. sæti •Örebro challenger, 2. sæti •Morgondagens Challenger 2. sæti •Beachaid champ Challenger 2. sæti •SummerSmash Tylösand, 3. sæti •Sænska strandblaksmótaröðin, 5. sæti Jóna Guðlaug er frábær blakari og fyrirmyndar íþróttakona. Hún stundar sína íþrótt af miklum metnaði og er jafnt liðsfélögum og yngri blakiðkendum frábær fyrirmynd.

Blakmaður ársins

Hafsteinn Valdimarsson

Blakmaður ársinsHafsteinn, sem er 27 ára, lék á síðasta keppnistímabili með Marienlyst í Odense í Danmörku. Nú leikur hann með Waldviertel Raffaissen sem er í toppbaráttunni í austurrísku deildinni, auk þess að vera í Evrópukeppni. Þessi vistaskipti eru því klárlega skref upp á við fyrir Hafstein. Afrek Hafsteins 2016:•Danskur bikarmeistari með Marienlyst. •2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni •Spilaði með liði sínu í úrslitum Norður-Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið endaði í 2. sæti. •Valinn í lið ársins í Danmörku á síðasta tímabili. •Stigahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í hávörn. •Einn af burðarásum karlalandsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í annari umferð í forkeppni HM í fyrsta skipti í sögu liðsins. •Íslandsmeistari í strandblaki með Kristjáni Valdimarssyni. Hafsteinn Valdimarsson er fyrirmyndar blakmaður og æfir af kappi með liði sínu Waldviertel Raffaissen. Hann lék sinn 50. karlalandsleik á árinu og frammistaða hans með landsliðum Íslands er til fyrirmyndar.

Bogfimikona ársins

Astrid Daxböck

Bogfimikona ársinsAstrid hefur stundað bogfimi frá árinu 2013 og er fyrsta manneskjan á Íslandi að ná þeim árangri að komast á topp 100 listann hjá heimssambandinu og er núna í 93. sæti, það gerðist eftir að hún endaði í 17. sæti á Evrópumeistarmótinu í sumar, hæst Íslendinga. Astrid er einnig í 42. sæti á Evrópulistanum. Astrid lenti einnig í 9. sæti á heimsbikarmótinu og 17. sæti á heimsmeistaramótinu á þessu ári Astrid er ein af aðeins þremur manneskjum í heiminum sem keppir í báðum bogaflokkum, sveigboga og trissuboga, á alþjóðlegum mótum. Það er langur listi af keppnum sem hún keppti í erlendis árið 2016 og hún sló besta árangur Íslands á öllum þeim mótum. Astrid hefur sett sér það markmið að ná Ólympíusæti í bogfimi fyrir Ísland fyrir Ólympíuleikana Tokyo

Bogfimimaður ársins

Þorsteinn Halldórsson

Bogfimimaður ársinsÞorsteinn byrjaði í bogfimi árið 2013 og var einn af fimm Íslendingum sem kepptu á Paralympics í Ríó í sumar, þar sem hann endaði í 17. sæti í bogfimi. Þorsteinn vann brons medalíu á úrtökumóti í Tékklandi þar sem hann tryggði sér sæti á Paralympics ásamt því að slá Íslandsmetið í paraflokki trissuboga karla. Sú medalía er fyrsta medalía sem Ísland hefur unnið á alþjóðlegu stórmóti á vegum heimssambandsins hingað til. Ásamt því var það í fyrsta skipti sem Ísland hefur náð keppanda inn á Paralympics í bogfimi. Þorsteinn er núna í 69. sæti á para-heimslistanum og ætlar sér að komast í topp 20 í paraflokki á næsta ári með stífri keppnisáætlun. Markmið Þorsteins er einnig að vinna sér inn sæti aftur fyrir Ísland á Paralympics í Tokyo 2020 og komast í topp 10 sætin eða hærra næst.

Borðtenniskona ársins

Guðrún G. Björnsdóttir

Borðtenniskona ársinsGuðrún varð Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna árið 2016.Hefur hún í gegnum tíðina unnið marga titla í íþróttinni og verið mikilvægur hlekkur í landsliðinu og borðtennis-hreyfingunni.

Borðtennismaður ársins

Daði Freyr Guðmundsson

Borðtennismaður ársinsDaði Freyr hefur um árabil verið burðarás í íslenska karlalandsliðinu.Hann er margfaldur Íslandsmeistari í liðakeppni og varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í annað sinn árið 2016 og þá í fyrsta sinn Íslandsmeistari í einliðaleik.

Dansarar ársins

Hanna Rún Óladóttir og Nikita Bazev

Dansarar ársinsNikita og Hanna Rún keppa í samkvæmisdönsum, latin dönsum. Þau hafa dansað saman frá byrjun árs 2013 og hafa keppt fyrir hönd Íslands frá þeim tíma. Í gegnum árin hefur Hanna Rún unnið fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla., keppt á Heims- og Evrópumeistaramótum og náð langt á keppnum erlendis. Nikita á einnig glæstan dansferil en hann varð Þýskalandsmeistari og keppti á Heims- og Evrópumeistaramótum, þá fyrir hönd Þýskalands. Hann hefur unnið stórar keppnir í gegnum tíðina og má þar nefna German Open bæði í Junior og Rising Star. Hann var einnig í undanúrslitum á UK Open sem er eitt stærsta opna mót á heimsmælikvarða. Á þessu ári hafa þau náð glæsilegum árangri í latin dönsum. Þau urðu Íslands- og bikarmeistarar. Kepptu á Heims- og Evrópumeistaramótum og Heims og Evrópubikarmótum. Auk þessarra móta kepptu þau á átta alþjóðlegum mótum.Þeirra besti árangur var að komast í úrslit á Evrópubikarmótinu í latin dönsum en þar lentu þau í 6. sæti. Lengst af ársins 2016 voru Nikita og Hanna í 49. sæti á heimslista í latin dönsum.

Fimleikakona ársins

Irina Sazonova

Fimleikakona ársinsIrina er ein fremsta fimleikakona þjóðarinnar. Hún náði sögulegum árangri í fimleikum árið 2016 og vann mörg afrek í keppni áhaldafimleika. Irina var mjög sigursæl hérlendis, varð Íslandsmeistari í fjölþraut í áhaldafimleikum kvenna og í æfingum á slá og gólfi. Hún er Bikarmeistari með liði Ármanns, á Meistaramóti FSÍ sigraði hún fjölþrautina með yfirburðum eða 54.434 stigum, hæsta sem náðst hefur hérlendis, og sigraði einnig á tvíslá, slá og gólfi. Á Haustmóti FSÍ sigraði hún fjölþrautina og í æfingum á tvíslá og gólfi. Í keppni á alþjóðlegum mótum náði hún framúrskarandi árangri og sögulegum áföngum. Í apríl náði Irina frábærum árangri í forkeppni Ólympíuleikanna og tryggði sér öruggt sæti á leikana sem fóru fram í ágúst. Frammistaða hennar á Ólympíuleikunum 2016 var mjög góð, hún náði 53,200 stigum og er Irina fyrst kvenna til að keppa fyrir Íslands hönd á leikunum frá upphafi og okkar annar keppandi í sögunni og getum við verið mjög stolt af hennar árangri. Irina var ein af máttarstólpum í sigri íslenska kvennaliðsins á Norðurlandamóti haldið í Reykjavík í maí en það er í fyrsta skipti í fimleikasögunni sem Ísland sigrar í liðakeppni kvenna, Irina varð einnig Norðurlandameistari á tvíslá, var í 2. sæti á stökki og fimmta í fjölþraut. Evrópumótinu í lok maí varð hún nítjánda í fjölþraut. Í nóvember keppti hún í fyrsta sinn á Heimsbikarmóti og komst hún í úrslit á þeim tveimur áhöldum sem hún keppti á stökki og tvíslá. Irina hefur stundað íþrótt sína af miklu kappi og s etur markið ávallt hátt enda náði hún á árinu að keppa á æðsta vettvangi íþróttanna, á Ólympíuleikum og stefnir á næstu leika enda upplifun á þátttöku engu lík í keppni við þær beztu í heimi. Hún er öðrum fimleikastúlkum mikil fyrirmynd við æfingar og keppni enda mjög einbeitt við sínar æfingar og býr yfir mjög góðri tækni á öllum áhöldum sem hefur fært henni mikinn árangur í fjölþrautarkeppni. Hún er mjög vel að titlinum komin árið 2016 eins og afrek hennar sýna.

Fimleikamaður ársins

Einar Ingi Eyþórsson

Fimleikamaður ársinsEinar Ingi keppti með fullorðinsliði Íslands í blönduðum flokki á Evrópumóti í ár. Hann var liðinu sem náði þeim árangri að verða fyrsta blandaða lið Íslands til að ná á pall í fullorðinsflokki en liðið varð í 3. sæti og eru verðlaun sem Ísland hefur stefnt að í mörg ár. Hann var lykilmaður í liðinu og átti mörg erfiðustu stökk þess, hann var mjög einbeittur og ákveðinn á mótinu og er þeim eiginleikum gæddur að geta lokað á allt annað en það sem hann er að einbeita sér að. Einar Ingi er mjög góður í að drífa fólk með sér og er hvetjandi á allan hátt sem hafði mikil áhrif á liðið á mótsstað. Hann er frábær fimleikamaður. Hann gefur sig alltaf 100% í allar æfingar, er duglegur að hvetja liðsfélaga sína og smitar út frá sér jákvæðni og gleði í fimleikasalnum.

Frjálsíþróttakona ársins

Aníta Hinriksdóttir

Frjálsíþróttakona ársinsImageAníta er enginn nýgræðingur í frjálsum íþróttum þó ung sé að árum. Hún hefur verið að bæta sig jafnt og þétt á síðustu árum og er nú komin í 38. sæti á heimslista fullorðinna, í 16. sæti á evrópulista fullorðinna og í 3 sæti á evrópulista U23 ára í 800 metra hlaupi. Helstu afrek ársins 2016 í 800m hlaupi eru: • Íslandsmet í 800 m hlaupi 2:00,14 sett á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro • 8. sæti í úrslitum á EM í Amsterdam í 800 m hlaupi • 5. sæti í úrslitum á HM í Portland USA í 800 m hlaupi • Gull á Nordic Indoor í Vasjö Svíðþjóð • Gull á Reykjavík Inte rnational Games • Gull á Putbos Memorial í Oordegem Belgíu • Gull á Josef Odlozil Memorial í Prag • Gull á Smáþjóðameistaramóti á Marsa Möltu • Gull á IAAF DL, Van Damme M í Brussel • Gull á Meistaramóti Íslands innanhúss • Gull á Bikarkeppni FRÍ innanhúss • Silfur á Spitzen Leichtatletik í Luzern Sviss • Brons á IAAF world challange í Madrid

Frjálsíþróttamaður ársins

Guðni Valur Guðnason

Frjálsíþróttamaður ársinsGuðni Valur hefur einungis æft kringlukast í rúm tvö ár og náð frábærum árangri á stuttum tíma. Hann er í 99. sæti á heimslista fullorðinna, 47. sæti á Evrópulista fullorðinna og í 10. sæti á Evrópulista U23 í kringlukasti. Helstu afrek ársins 2016 í kringlukasti eru: Valinn til þátttöku á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro, 21. sæti Gull á Smáþjóðameistaramóti á Marsa Möltu Gull á Nordic-Baltic U23 í Espoo Finnlandi Gull á Meistaramóti Íslands utanhúss Gull á Vormóti UFA Gull á Vormóti ÍR 22. sæti á EM í Amsterdam Brons á kastmóti AV Hera Heerhugowaard í Hollandi

Glímukona ársins

Marín Laufey Davíðsdóttir

Glímukona ársinsMarín Laufey er 21 árs gömul og átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2016. Marín tók þátt í nánast öllum glímumótum á árinu 2016 en helsta afrek hennar var þegar hún sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Freyjumenið í fjórða sinn. Marín keppti einnig á fjölmörgum alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum þar sem hún var ávallt í verðlaunasæti og varð meðal annars Evrópumeistari í backhold í apríl. Marín Laufey er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

Glímumaður ársins

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Glímumaður ársinsÁsmundur Hálfdán er 22 ára gamall og hefur stundað glímu í um 14 ár. Ásmundur var mjög sigursæll á árinu en helsta afrek hans var þegar hann sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Grettisbeltið í fyrsta sinn. Ásmundur sigraði öll glímumót sem hann tók þátt í á árinu, einnig keppti hann á fjölmörgum alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum og varð hann meðal annars Evrópumeistari í backhold í apríl. Ásmundur hefur verið einn fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

Handknattleikskona ársins

Birna Berg Haraldsdóttir

Handknattleikskona ársinsBirna Berg er 23 ára, fædd 21. júní 1993. Hún er uppalin í FH og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH 25. október 2008. Birna gekk til liðs við Fram haustið 2010 og lék þar þrjú keppnistímabil. Hún var bikarmeistari 2011 og Íslandsmeistari 2013 með Fram, þá var hún valin efnilegasti leikmaður efstu deildar kvenna árið 2011. Birna gekk til liðs við Savehof í Svíþjóð í júní 2013. Þar lék hún í þrjú tímabil áður en hún skipti til Glassverket í Noregi síðasta sumar. Birna hefur leikið vel í norsku deildinni í vetur, auk þess að hafa átt frábæra leiki í meistaradeild Evrópu þar sem hún var valinn leikmaður umferðarinnar nú á haustmánuðum.Birna lék sinn fyrsta landsleik gegn Hollandi 23. september 2011 og hefur hún alls leikið 41 landsleik og skorað í þeim 76 mörk. Birna lék einnig 14 leiki með yngri landsliðum Ísland og skoraði í þeim 84 mörk.

Handknattleiksmaður ársins

Aron Pálmarsson

Handknattleiksmaður ársinsAron er 26 ára gamall, fæddur 19. júlí 1990. Aron er alinn upp í FH og lék þar alla yngri flokkana. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH 1. mars 2006 þá aðeins 16 ára. Aron gekk til liðs við THW Kiel í Þýskalandi sumarið 2009 og spilaði þar í 6 ár, þar til hann flutti sig til MVM Vezprém KC í Ungverjalandi sumarið 2015. Aron hefur verið sigursæll á sínum ferli og unnið flesta þá titla sem eru í boði bæði með Vezprém og Kiel. Aron var valinn mikilvægasti leikmaður á Final Four keppni Meistaradeildarinnar í lok maí. Aron spilaði sinn fyrsta landsleik 29. október 2008 í Laugardalshöll á móti Belgíu og skoraði þar 2 mörk. Hans fyrsta stórmót var EM í Austurríki 2010 og síðan þá hefur Aron verið í lykilhlutverki með landsliðinu. Aron hefur leikið 109 landsleiki og skorað í þeim 426 mörk. Þá lék hann 47 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 214 mörk.

Hjólreiðakona ársins

Erla Sigurlaug Sigurðardóttir

Hjólreiðakona ársinsErla Sigurlaug var kosin Hjólreiðakona ársins 2016 eftir að hafa átt afar farsælt keppnistímabil bæði í fjalla- og götuhjólreiðum. Erla Sigurlaug er bæði Íslandsmeistari í fjallahjólreiðum og í maraþonfjallahjólreiðum. Þá sigraði hún Bláa Lóns Þrautina, KIA Gullhringinn, RB Classic og Tour of Reykjavik.

Hjólreiðamaður ársins

Ingvar Ómarsson

Hjólreiðamaður ársinsIngvar er farsælasti hjólreiðamaður Íslands í erlendum keppnum á atvinnumannastigi. Á árinu varð hann Íslandsmeistari í þremur greinum í hjólreiðum, en þær eru ólympískar fjallahjólreiðar, maraþon fjallahjólreiðar og cyclocross. Hann átti frábært keppnistímabil þrátt fyrir lífshættuleg meiðsli í lok síðasta árs, en hann tók þátt í 11 alþjóðlegum keppnum ásamt fjölmörgum keppnum á Íslandi og í Hollandi. Í júlí á þessu ári varð Ingvar fyrstur Íslendinga til að taka þátt í heimsmeistaramóti á vegum alþjóðasambandsins UCI, en hann keppti til 75.sætis af 143 á heimsmeistaramótinu í maraþon fjallahjólreiðum í Laissac, Frakklandi. Stuttu seinna tók hann einnig þátt í heimsmeistaramótinu í ólympískum fjallahjólreiðum í Tékklandi, og heimsbikarmóti í fjallahjólreiðum í Sviss. Ingvar hafnaði í 3. sæti í Tour of Reykjavík, á eftir tveimur sterkum dönskum atvinnumönnum og í Bláalónsþrautinni hlaut hann einnig 3. sæti, á eftir Danmerkurmeistaranum í maraþon fjallahjólreiðum. Ingvar sigraði 10 keppnir á Íslandi á árinu, ásamt 3 keppnum í Hollandi. Í lok árs situr Ingvar í 276. sæti og 121. sæti á heimslistum UCI í fjallahjólreiðum og cyclocross, en það er besti árangur Íslendings á þessum listum.

Hnefaleikakona ársins

Valgerður Guðsteinsdóttir

Hnefaleikakona ársinsValgerður er 31 árs og hefur æft hnefaleika frá árinu 2009. Valgerður er með 12 skráða bardaga en hefur keppt fleiri innanlands. Valgerður hefur keppt fjórum sinnum á Íslandsmeistaramóti og vann til gullverðlauna árið 2011 og 2013. Árið 2012 var hún einnig valin Hnefaleikakona ársins. Valgerður hefur einnig unnið gullverðlauna á erlendum stórmótum, en árið 2012 vann hún gull á ACBC í Svíþjóð og árið 2013 á Galamóti í í Nykobing Falster box club. Valgerður er búinn að vera virk í hnefaleikum síðasta ár (2016) en hún varð önnur á Íslandsmeistaramótinu í febrúar eftir dómaraúrskurð eftir að stig stóðu jöfn eftir 4 lotur. Einnig keppti hún á Norðurlandameistaramótinu og varð þriðja. Valgerður er fyrirmyndar íþróttakona og hefur sýnt afburði og aga í hnefaleikum frá því hún hóf æfingar.

Hnefaleikamaður ársins

Þorsteinn Helgi Sigurðarson

Hnefaleikamaður ársinsÞorsteinn Helgi er 19 ára og er nýr í íþróttinni. Þorsteinn hefur æft í aðeins eitt ár en á þessu eina ári hefur hann keppt átta sinnum. Hann er virkasti hnefaleikamaður ársins 2016 í ólympískum hnefaleikum. Honum hefur farið gífurlega fram með hverjum bardaganum og verið valinn boxari mótsins á mjög sterku móti á Ljósanótt. Hann telst auðveldlega sem einn af okkar sterkari upprennandi hnefaleikamönnum í dag.

Íshokkíkona ársins

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir

Íshokkíkona ársinsFlosrún Vaka hóf feril sinn 13 ára gömul með Birninum og hefur ætíð síðan verið ein þeirra kvenna sem kallast brautryðjendur í íshokkíhreyfingunni á Íslandi.  Flosrún Vaka hefur undanfarin misseri spilað og þjálfað í Noregi.  Hún lék með og þjálfaði Sparta Warriors árið 2015 og færði sig yfir til Vålerenga í Osló síðastliðið haust.  Þar spilar hún meðal annars með fjölda norskra landsliðskvenna og berjast þær nú um norska deildameistara titilinn og norska meistarann.  Flosrún Vaka æfir mjög stíft með Vålerenga og hlakkar mjög mikið til að taka þátt í HM kvenna á Íslandi.  Flosrún Vaka hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu um árabil. Flosrún Vaka stefnir á að vera í Noregi næstu árin, vinna sem tannsmiður, æfa íshokkí þar sem styrkur leikmanna er meiri en hún átti að venjast áður. Einnig vill hún gera sitt besta til að efla íshokkí kvenna á Íslandi.

Íshokkímaður ársins

Andri Már Mikhaelsson

Íshokkímaður ársinsAndri Már hefur nánast alla sína tíð búið á Akureyri, er 26 ára gamall og hefur spilað með Skautafélagi Akureyrar frá unga aldri.  Andri Már varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili með SA Víkingum og var þar fyrirliði. Andri Már hefur unnið fjölda Íslandsmeistaratitla með liði sínu á Akureyri og og hefur einnig leikið erlendis tvö tímabil, fyrst með Mörrum Hockey og svo Aseda IF. Andri Már byrjaði ferilinn á barnsaldri eins og margir Akureyringar og 15 ára gamall gekk hann til liðs við meistaraflokk SA.  Andri Már hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og  hefur tekið þátt í átta heimsmeistaramótum karlalandsliðsins. Andri Már er frábær íshokkímaður, góð fyrirmynd fyrir unga sem eldri leikmenn. Andri Már er leiðtogi sem nær vel til hópsins, þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi inná ísnum og er íshokkíhreyfingunni til mikilla sóma.

Íþróttakona fatlaðra

Sonja Sigurðardóttir

Íþróttakona fatlaðraÞetta er í þriðja sinn sem Sonja hlýtur nafnbótina Íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra en hún hlaut verðlaunin einnig árin 2008 og 2009. Helsta afrek Sonju á árinu var Íslandsmet hennar í 50m baksundi á Paralympics í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Sonja komst þá í úrslit í greininni og setti þar nýtt og glæsilegt Íslandsmet er hún kom í bakkann á tímanum 59,97 sek. Sonja hafnaði í 8. sæti í keppninni. Sonja keppti á þremur alþjóðlegum stórmótum á árinu, bar þar hæst vitaskuld þátttaka hennar á Paralympics en hún keppti einnig á opna þýska meistaramótinu og Evrópumeistaramótinu í Portúgal. Þjálfarar Sonju í gegnum tíðina hafa verið þeir Jón Heiðar Jónsson, Halldór Guðbergsson, Erlingur Þ. Jóhannsson og núverandi þjálfari hennar hjá ÍFR er Tomas Hajek.

Íþróttamaður fatlaðra

Helgi Sveinsson

Íþróttamaður fatlaðraÞetta er í þriðja sinn sem Helgi hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Helgi varð fyrst íþróttamaður ársins 2013 og svo aftur 2015 og er þetta því annað árið í röð sem Helgi er útnefndur. Helsta afrek Helga á árinu var Evrópumeistaratitill í spjótkasti í sameiginlegum flokki F42,43 og 44 sem og hörð barátta hans í úrslitum spjótkastkeppninnar á Paralympics þar sem hann hafnaði í 5. sæti á nýju Paralympic-meti er hann kastaði spjótinu 53,96 metra. Þjálfari Helga í dag er Kári Jónsson en þjálfarar frá upphafi eru áðurnefndur Kári, Guðmundur Hólmar Jónsson og Einar Vilhjálmsson.

Júdókona ársins

Hjördís Erna Ólafsdóttir

Júdókona ársinsHjördís Erna sem keppir í -70kg flokki var valin júdókona ársins 2016. Hún varð Íslandsmeistari í sínum flokki og einnig í opnum flokki, sigraði bæði á Haustmóti og Vormóti JSÍ og Íslandsmeistari með félagi sínu í sveitakeppni JSÍ.Helsti árangur 2016:Íslandsmeistaramót1. sætiÍslandsmeistaramót opinn flokkur1. sætiHaustmót JSÍ1. sætiVormót JSÍ1. sætiSveitakeppni JSÍ1. sæti

Júdómaður ársins

Þormóður Jónsson

Júdómaður ársinsÞormóður, sem keppir í þungavigt (+100 kg), var valinn júdómaður ársins 2016. Hann keppti víða um heim á árinu og tók meðal annars þátt í Grand Slam í París, European Open í Austurríki, European Open í Prag, Continental Open Casablanca, Evrópumeistaramótinu í Kazan og Norðurlandameistaramótinu í Noregi og náði að lokum að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann varð í 1. sæti á Norðurlandamótinu, í 5. sæti í Casablanca og 9. sæti í Prag en á Ólympíuleikunum féll hann því miður út í fyrstu umferð. Hér heima bar Þormóður höfuð og herðar yfir keppinauta sína og varð bæði Íslandsmeistari í þungavigt og opnum flokki. Á heimslistanum er Þormóður í 83. sæti.Helsti árangur 2016: Norðurlandamót1. sætiEuropean Open í Prag9. sætiContinental Open Casablanca5. sætiÍslandsmeistaramót 1. sætiÍslandsmeistaramót opinn flokkur.1. sæti

Karatekona ársins

María Helga Guðmundsdóttir

Karatekona ársinsMaría Helga hefur verið sigursæl karatekona síðustu ár, keppir bæði í kata og kumite. Náði þeim frábæra árangri að vinna til silfurverðlauna á Norðurlandameistaramóti auk þess að vera Bikarmeistari kvenna. María Helga hefur keppt erlendis með landsliðinu og náð góðum árangri, verið m.a. í verðlaunasætum á erlendum mótum eins og sést á árangri hennar.María Helga er núna í 223. sæti á heimslista Alþjóða Karatesambandsins (WKF) í kumite kvenna -55kg af 438 skráðum keppendum.Helstu afrek Maríu Helgu á árinu 2016 voru;1.Bikarmeistari Kvenna 20162.Silfur í kumite kvenna -55kg, Norðurlandameistaramót3.Íslandsmeistari í -61kg flokki4.Brons á Íslandsmeistaramóti í kumite opnum flokki kvenna5.Brons á Íslandsmeistaramóti í kata kvenna6.Gull í kumite -55kg, Swedish Karate open7.Brons í kata kvenna, Swedish Karate open8.Silfur í -61 kg, Czezch Karate Open Cup9.Brons í opnum flokki, Czezch Karate Open Cup10.Gull í liðakeppni, Czezch Karate Open Cup11.Brons í kata kvenna, RIG

Karatemaður ársins

Aron Anh Ky Huynh

Karatemaður ársinsAron Anh er einn efnilegasti karatemaður sem hefur komið fram síðustu ár, er jafnvígur á keppni í kata og kumite. Aron Anh er núverandi Bikarmeistari á sínu fyrsta keppnisári í fullorðinsflokki auk þess að vera Íslandsmeistari unglinga bæði í kata og kumite. Aron Anh er einnig bikarmeistari unglinga í kata ásamt því að vera í verðlaunasætum bæði á unglinga og fullorðinsmótum í kata og kumite.Helstu afrek Aron Anh á árinu 2016 voru;•Bikarmeistari karla 2016•Íslandsmeistari í Kumite pilta 16-17 ára -68kg•Íslandsmeistari í kata pilta 16-17 ára•Bushidobikarmeistari í Kata 16-17 ára unglinga•Silfur á Íslandsmeistaramóti í kumite -67kg flokki•Brons á Íslandsmeistaramóti í kata karla•3ja sæti í Bushidobikarmótaröð í Kumite pilta 16 og 17 ára•Brons á Íslandsmeistaramóti í hópkata táninga 16 og 17 ára•Gull í Kata Junior karla, RIG

Karlkeilari ársins

Arnar Davíð Jónsson

Karlkeilari ársinsHelstu afrek Arnars Davíðs á árinu 2016 eru að hann varð Íslandsmeistari einstaklinga en það var eina mótið sem hann tók þátt í á Íslandi á árinu. Arnar Davíð er búsettur í Noregi og stundar íþróttina þaðan. Hann leikur þar með liðinu Frogner BK og situr Arnar í 7. sæti norska styrkleikalistans. Meðal sterkra móta sem hann tók þátt í erlendis eru Kongsvinger Open 3. sæti, Drammen open 8. sæti, Norwegian Open 10. sæti og Ringerike open 6. sæti. Arnar Davíð var fyrirliði íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Belgíu í sumar og tók þátt í Evrópumóti landsmeistara í Tékklandi í haust og endaði í 8. sæti. Við útgáfu á síðasta meðaltali Keilusambands Íslands kom í ljós að Arnar Davíð er með næst hæsta meðaltal íslenskra karla 215 að meðaltali. Arnar Davið er góð fyrirmynd ungra keilara.

Kayakkona ársins

Björg Kjartansdóttir

Kayakkona ársinsBjörg sigraði allar keppnir sem hún tók þátt fyrir utan eina og fékk 460 stig af 500 mögulegum.

Kayakmaður ársins

Sveinn Axel Sveinsson

Kayakmaður ársinsSveinn Axel tók þátt í öllum keppnum sumarsins og hafnaði aldrei neðar en í öðru sæti. Hann fékk einnig 460 stig af 500 mögulegum.

Knapi ársins

Árni Björn Pálsson

Knapi ársinsÁrni Björn á að baki breiðan árangur á árinu sem er að líða. Hann var tilnefndur til verðlauna í flokkunum Íþróttaknapi ársins, Skeiðknapi ársins, Kynbótaknapi ársins og Knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna í nóvember sl. Árni Björn er jafnvígur í öllum greinum hestamennskunnar, hvort sem það er gæðingakeppni, íþróttakeppni, kynbótasýningar eða kappreiðar. Árni Björn varð Íslandsmeistari í tölti 2016 og var það í fjórða sinn sem hann stendur uppi sem sigurvegari í þeirri grein á stólpagæðingnum Stormi frá Herríðarhóli. Þeir sigruðu einnig töltkeppni Landsmóts hestamanna nú í sumar með einkunnina 9,22. Árni Björn á frábæran árangur í öðrum greinum íþróttakeppninnar eins og skeiði, fimmgangi og fjórgangi. Hann stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeildinni í hestaíþróttum árið 2016 en þar sigraði hann í gæðingafimi, slaktaumatölti, fimmgangi og tölti. Árni Björn hefur verið sterkur í skeiðkappreiðum sumarsins. Hann sigraði 150m skeiðið á Landmótinu á Hólum á besta tíma ársins í þeirri grein; 13,86 sek. á hryssunni Korku frá Steinnesi. Hann á einnig þriðja besta tímann í 250m skeiði í ár á hestinum Dalvari frá Horni. Eins og sjá má hér fyrir ofan er árangur Árna Björns breiður og hann stendur framarlega í öllum greinum keppni og sýninga, sem sést best á því að hann var tilnefndur í fjórum flokkum af fimm mögulegum á Uppskeruhátíð hestamanna í nóvember sl. Það er einstakt afrek að sigra í tölti bæði á Landsmóti og Íslandsmóti sama sumarið eins og Árni Björn gerði árið 2014. Þann leik endurtók hann í sumar, 2016, á hinum einstaka Stormi frá Herríðarhóli. Árni Björn er fyrirmyndarknapi og íþróttamaður af lífi og sál, prúður innan vallar sem utan og frábær fyrirmynd ungra knapa. Hann er mikill fagmaður og einbeittur keppnismaður. Hann mætir vel undirbúinn til leiks með vel þjálfaða og vel undirbúna hesta og setur markið hátt. Hann fer afar vel á hesti, er jákvæður, sanngjarn og einbeittur reiðmaður og skipar sér í röð allra fremstu reiðmanna í heimi á íslenskum hestum.

Knattspyrnukona ársins

Sara Björk Gunnarsdóttir

Knattspyrnukona ársinsSara Björk hóf árið með sænska félaginu Rosengård, eins og fyrri ár.  Hún lék fyrstu 10 leikina með liðinu á tímabilinu þar sem félagið vann níu og gerði eitt jafntefli.  Hún skoraði mark Rosengård gegn Frankfurt í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en þýska liðið hafði betur eftir vítakeppni.  Sara hafði vistaskipti á árinu og samdi við þýska stórliðið Wolfsburg sem er eitt af alsterkustu félagsliðum Evrópu og lék til úrslita í Meistaradeild kvenna í maí.  Sara var sem fyrr í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti í úrslitum EM með því að vinna sinn riðil.

Knattspyrnumaður ársins

Gylfi Þór Sigurðsson

Knattspyrnumaður ársinsGylfi Þór var sem fyrr í stóru hlutverki hjá félagsliði sínu, Swansea, á árinu. Hann lék flesta leiki þess á síðasta keppnistímabili, skoraði 11 mörk og átti 4 stoðsendingar, þegar Swansea hafnaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur leikið alla deildarleiki Swansea á yfirstandandi tímabili nema einn og skorað 5 mörk. Gylfi hefur verið lykilmaður í landsliði Íslands á árinu. Hann lék alls 8 leiki á árinu, skoraði í þeim 2 mörk og átti 3 stoðsendingar. Gylfi lék í öllum leikjum Íslands í lokakeppni EM í Frakklandi í sumar og var einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins í mótinu.

Kraftlyftingakona ársins

Fanney Hauksdóttir

Kraftlyftingakona ársinsFanney er fædd árið 1992 og keppti nú á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki, en síðustu ár hefur hún skarað fram úr í unglingaflokki. Fanney sem keppir í -63 kg flokki hefur sérhæft sig í bekkpressu, bæði með og án útbúnaðar. Árangur hennar á árinu er afbragðsgóður og telst hún meðal þeirra bestu í heiminum. Helstu afrek Fanneyjar á árinu eru þessi:-Þriðja á heimslista í bekkpressu í -63 kg flokki-Fimmta á heimslista í klassískri bekkpressu í -63 kg flokki-Heimsmeistari í klassískri bekkpressu -Evrópumeistari í bekkpressu-Silfurverðlaunahafi á HM í bekkpressu -Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu-Norðurlandamet í bekkpressu -Íslandsmet í bekkpressu og klassískri bekkpressu á árinu

Kraftlyftingamaður ársins

Júlían J. K. Jóhannsson

Kraftlyftingamaður ársinsJúlían er fæddur árið 1993 en þrátt fyrir ungan aldur er hann nú þegar kominn í röð þeirra bestu í heiminum. Júlían sem keppir í +120 kg flokki, var í ár að keppa á sínu síðasta ári í unglingaflokki. Í lok árs fékk hann þó tækifæri til að keppa á heimsmeistaramóti fullorðinna og náði þar eftirtektarverðum árangri. Helstu afrek Júlíans á árinu eru þessi:-5. sæti á heimslistanum í +120 kg flokki-Gullverðlaun í réttstöðulyftu á HM full orðinna í kraftlyftingum-5. sæti á HM fullorðinna í kraftlyftingum -Heimsmeistari í kraftlyftingum í unglingaflokki 18-23 ára -Gullverðlaun í öllum greinum á HM unglinga -Evrópumeistari í kraftlyftingum í unglingaflokki 18-23 ára -Gullverðlaun í öllum greinum á EM unglinga -Heimsmet í klassískri réttstöðulyftu í unglingaflokki 18-23 ára-Evrópumet í réttstöðulyftu í unglingaflokki 18-23 ára-Hefur sett fjölda norðurlanda- og íslandsmeta á árinu-Stigahæsti kraftlyftingamaður á Íslandi frá upphafi.

Krullari ársins

Kristján Sævar Þorkelsson

Krullari ársinsKristján Sævar hóf krulluferilinn með vinnufélögum sínum í liðinu Kústar en hefur einnig leikið með m.a. Víkingum  og nú Ice Hunt. Hann hefur unnið nánast alla titla sem í boði eru  svo sem Bikar-, Akureyrar- og Íslandsmeistaratitla. Kristján hefur einnig keppt fyrir Íslands hönd á mótum erlendis, t.d. Evrópumótum og heimsmeistramótum bæði sem A-landsliðsmaður og einnig með landsliði 50 ára og eldri. Kristján er fyrirmyndar íþróttamaður, yfirvegaður, vandvirkur og samviskusamur. Hann leggur sig ávallt allan fram, bæði í leik og starfi fyrir félagið. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristján hlýtur þann heiður að vera valinn Krullumaður ársins og er hann vel að titlinum kominn.

Kvenkeilari ársins

Hafdís Pála Jónasdóttir

Kvenkeilari ársinsHelstu afrek Hafdísar Pálu á árinu 2016 eru þau að hún varð Íslandsmeistari einstaklinga, Reykjavikurmeistari einstaklinga og Íslandsmeistari með liði sínu KFR-Valkyrjum. Hafdís varð einnig fyrsta íslenska konan til að spila 300 eða fullkominn leik. Hafdís var í landsliði Íslands sem lék á Evrópumótinu í Austurríki í sumar en liðið tryggði sér þar þátttökurétt á HM 2017. Hafdís hefur starfað við unglingaþjálfun hjá félagi sínu, KFR, og þannig verið fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

Kvenkrullari ársins

Rannveig Jóhannsdóttir

Kvenkrullari ársinsRannveig hefur strax frá upphafi náð mjög góðum tökum á íþróttinni og undanfarin ár verið í fremstu röð krullufólks. Rannveig er tæknilega nákvæm, útsjónarsamur stjórnandi og traustur leikmaður. Hún hefur verið burðarásinn í þeim liðum sem hún hefur leikið með og unnið til fjölda verðlauna. Rannveig hefur gengt stjórnarstörfum fyrir krulludeildina og er ávallt reiðubúin til að vinna að framgangi íþróttarinnar og vinnur störf sín af vandvirkni, fórnfýsi og samviskusemi. ImageÞetta er í annað sinn sem Rannveig hlýtur þann heiður að vera valinn Krullukona ársins en hún hlaut einnig titilinn árið 2013. Rannveig er vel að titlinum kominn.

Kylfingur ársins

Birgir Leifur Hafþórsson

Kylfingur ársinsBirgir Leifur bætti met á Íslandsmótinu í golfi sem staðið hafði lengi. Hann varð fyrsti kylfingurinn til þess að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sjöunda sinn. Áður hafði Birgir Leifur deilt því meti en Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson sigruðu sex sinnum á Íslandsmótinu. Birgir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð inn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki en hann er með keppnisrétt á Áskorenda-mótaröðinni í Evrópu, sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Á þessu ári lék Birgir Leifur á níu mótum á Áskorendamóta-röðinni. Hann endaði í 96. sæti á stigalistanum og er með ágæta stöðu fyrir næsta tímabil hvað fjölda móta varðar. Besti árangur hans á tímabili var 6. sæti og hann varð einnig í 12. sæti. Birgir Leifur er öðrum íþróttamönnum mikil fyrirmynd hvað varðar þolinmæði og þrautseigju. Hann er eini kylfingurinn sem hefur sigrað á Íslandsmótinu í golfi með tveggja áratuga millibili.

Kylfingur ársins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Kylfingur ársinsÓlafía Þórunn náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð á árinu 2016. Hún tryggði sér keppnisrétt á LPGA atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum með eftirminnilegum hætti í byrjun desember. Ólafía fór í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins og endaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu en 20 efstu tryggðu sér keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili sem hefst í janúar á Bahamas. Ólafía lék á sínu fyrsta tímabili á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. Hún endaði í 96. sæti á stigalistanum í lok tímabilsins en besti árangur hennar var 16. sæti í Tékklandi. Árangur hennar á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Abu Dhabi vakti mikla athygli en þar var Ólafía í efsta sæti fyrstu tvo keppnisdagana, en það hefur aldrei gerst hjá íslenskum keppenda á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólafía varð Íslandsmeistari í golfi í þriðja sinn á ferlinum á Jaðarsvelli á Akureyri í júlí. Þar skrifaði hún nýjan kafla í golfsöguna með því að vera á besta samanlagða skorinu af öllum keppendum Íslandsmótsins. Ólafía lék á -11 samtals og Valdís Þóra Jónsdóttir var á -10 samtals. Ólafía Þórunn hefur lagt mikið á sig á undanförnum misserum til þess að ná markmiðum sínum. Hún er frábær fyrirmynd og dugnaður hennar hefur vakið verðskuldaða athygli.

Körfuknattleikskona ársins

Gunnhildur Gunnarsdóttir

Körfuknattleikskona ársinsGunnhildur er einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins og með óbilandi baráttu og dugnaði er hún ómissandi leikmaður bæði með landsliðinu og félagsliði sínu. Gunnhildur var fyrirliði og lykilleikmaður Snæfells á síðastliðnu tímabili þar sem liðið vann tvöfalt, urðu bikar- og Íslandsmeistarar. Liðið vann bikarinn í fyrsta sinn í sögu Snæfells og Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Þá var Gunnhildur ofarlega á tölfræðilistum deildarinnar í helstu tölfræðiþáttum á síðastliðnu tímabili og í úrvalsliði ársins á lokahófi KKÍ auk þess að hún var kjörin „varnarmaður ársins“ í deildinni. Á þessu tímabili hefur Gunnhildur byrjað vel í deildinni hér heima og er meðal bestu íslensku leikmanna deildarinnar í öllum tölfræðiþáttum. Gunnhildur hefur leikið alla landsleiki íslenska liðsins frá árinu 2012, eða 27 leiki samtals.

Körfuknattleiksmaður ársins

Martin Hermannsson

Körfuknattleiksmaður ársinsMartin er orðin einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins á sínu 22. aldursári og einn af framtíðar burðarásum landsliðsins. Martin lék á síðasta tímabili í LIU Brooklyn-háskólanum í NCAA háskóladeildinni í Bandaríkjunum þar sem hann hlaut viðurkenningar fyrir sína frammstöðu bæði tímabilin sín í skólanum. Í sumar lék Martin alla leiki íslenska landsliðsins í undirbúningi sumarsins og undankeppni EM, þar sem Martin var einn af betri leikmönnum liðsins. Hann átti því stóran þátt í að tryggja liðinu sæti á lokamóti EM, EuroBasket 2107, í annaði sinn í sögu KKÍ og annað sinn í röð. Martin fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undankeppninni og var meðal efstu íslensku leikmannanna í stigaskori, stoðsendingum og framlagi að henni lokinni. Í haust ákvað Martin að halda til Frakklands og gerast atvinnumaður. Á tímabilinu til þessa í Frakklandi hefur liði hans Étoile de Charleville-Mézéres gengið mjög vel og er í öðru sæti deildarinnar. Martin hefur ítrekað verið valinn besti maður leiksins í sigurleikjum liðsins og er vinsæll meðal stuðningsmanna þess.

Lyftingakona ársins

Þuríður Erla Helgadóttir

Lyftingakona ársinsÞuríður Erla úr Ármanni er Lyftingakona ársins 2016 og er þetta annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Þuríður varð í 14. sæti í -58kg flokki á Evrópumeistaramótinu í ólympískum Lyftingum sem haldið var í Noregi. Hún varð einnig Íslandsmeistari 2016 í -58kg flokki og stigahæsti íslenski keppandinn á því móti og jafnframt stigahæst íslenskra kona allra tíma þegar hún snaraði 80kg og jafnhenti 104kg sem gáfu henni 260 Sinclair stig.

Lyftingamaður ársins

Andri Gunnarsson

Lyftingamaður ársinsAndri úr lyftingafélagi Garðabæjar er Lyftingamaður ársins 2016. Hann varð Íslandsmeistari 2016 og stigahæsti maður mótsins þegar hann snaraði nýtt íslandsmet 157kg í +105kg flokki karla og jafnhenti einnig nýtt met 186kg sem gáfu honum 354,6 Sinclair stig.

Mótorhjóla- og snjósleðakona ársins

Gyða Dögg Heiðarsdótir

Mótorhjóla- og snjósleðakona ársinsGyða er Akstursíþróttakona MSÍ árið 2016 en hún var einnig valin Akstursíþróttakona MSÍ á síðasta ári. Gyða Dögg er Íslandsmeistari kvenna í motocrossi 2016 annað árið í röð eftir gríðarlega baráttu við sína helstu keppinauta. Hún hefur æft af kappi undanfarin ár og tekið miklum framförum í sinni grein.

Mótorhjóla- og snjósleðamaður ársins

Ingvi Björn Birgisson

Mótorhjóla- og snjósleðamaður ársinsIngvi Björn bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í mótorhjólaíþróttum á árinu og er útnefndur Akstursíþróttamaður MSÍ annað árið í röð. Ingvi Björn tryggði sér tvo Íslandsmeistaratitla í motocrossi á árinu; annars vegar í MxOpen, sem er opinn flokkur þar sem flestir keppa á hjólum með vélarstærðum 450 rúmsentimetra eða stærri, og hins vegar í MX2 flokki, þar sem vélarstærð takmarkast við 250 rúmsentimetra. Ingvi Björn varð einnig Íslandsmeistari í enduro eða þolakstri en hann sigraði allar sínar keppnir með talsverðum yfirburðum í ár.

Siglingakona ársins

Hulda Lilja Hannesdóttir

Siglingakona ársinsHulda Lilja hefur verið einn öflugasti siglingamaður landsins undanfarin ár. Hún keppir á Laser Radial-kænu, en í þeim flokki keppa bæði kynin án aðgreiningar og hefur hún unnið til fjölda verðlauna. Hún er nú við æfingar í Barcelona og tekur þátt í alþjóðlegum stigamótum þar.

Siglingamaður ársins

Þorgeir Ólafsson

Siglingamaður ársinsÞorgeir hefur þrátt fyrir ungan aldur náð miklum árangri í siglingaíþróttinni. Hann hefur nánast verið ósigrandi í Optimist-flokki undanfarin ár en hann var Íslandsmeistari 2013, 2014 og 2015. Þorgeir keppti á Norðurlandamóti unglinga í Optimist síðastliðið sumar en í beinu framhaldi af því móti keppti hann á Íslandsmótinu í kænusiglingum á Laser 4.7-kænu, sem er talsvert stærri og þyngri bátur en Optimist. Þorgeir vann glæsilegan sigur í sínum flokki með því að vinna allar 9 umferðirnar og landaði því sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Laser-kænu.

Skautakona ársins

Emilía Rós Ómarsdóttir

Skautakona ársinsEmilía Rós keppir í listhlaupi á skautum fyrir hönd Skautafélags Akureyrar og er á sínu öðru ári í Unglingaflokki A (Junior). Er þetta í annað sinn sem hún hefur hlotið nafnbótina Skautakona ársins en hún hlaut verðlaunin einnig árið 2015. Helsta afrek Emilíu Rósar á árinu var stigamet hennar í skori í stuttu prógrami á Vormóti Skautasambands Íslands 2016. Hún hlaut 38.91 stig í stuttu prógrami og 61.31 stig í frjálsu prógrami og var heildarskor hennar á mótinu 100.22 stig. Meðaltal af heildarskori Emilíu Rósar á árinu er 93.09 stig. Emilía Rós hefur verið virkur keppandi bæði innanlands og utan á árinu. Hún hefur tekið þátt á þremur alþjóðlegum mótum, RIG, Norðurlandamótinu í Svíþjóð og á Junior Grand Prix í Tallin, Eistlandi, í október síðastliðnum. Junior Grand Prix (JGP) er mótaröð á vegum Alþjóðaskautasambandsins (ISU). Þjálfari Emilíu Rósar í gegnum tíðina hefur verið Iveta Reitmayerova en núverandi þjálfari hennar hjá Skautafélagi Akureyrar er Danylo Yefimtsev. Emilía Rós er kappsfullur íþróttamaður sem leggur sig fram í íþrótt sinni og er yngri iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar.

Skíðakona ársins

María Guðmundsdóttir

Skíðakona ársinsMaría stundar nám við háskólann í Anchorage í Bandaríkjunum og keppir fyrir skíðalið skólans í háskóladeildinni. María hóf árið af miklum krafi þegar hún gerði sér lítið fyrir og sigraði mót í Snowbird í Utah ríki þann 7. janúar. Fjórum dögum síðar gerði hún virkilega vel að ná þriðja sæti á sterku háskólamóti og fékk fyrir það 18,50 FIS stig, en þetta var í fyrsta skipti sem hún náði að skíða á undir 20 punktum. Með góðum árangri yfir veturinn tryggði María sér þátttökurétt á lokamóti háskólamótaraðarinnar en einungis 32 bestu stelpurnar frá öllum háskólum Bandaríkjanna fá þátttökurétt á mótinu. Þar stóð hún sig mjög vel og endaði í 12. sæti í stórsvigi og 18. sæti í svigi. María keppti einnig í lokamóti Norður Ameríku bikarsins og gerði sér lítið fyrir og lenti í 4. sæti og fékk fyrir það 12,58 FIS stig sem eru hennar lægstu punktar á ferlinum til þessa. Þess má geta að Norður- Ameríkubikar (álfukeppni) er næsta sterkasta mótaröð í heimi á eftir heimsbikar. María kom svo heim og keppti á Skíðamóti Íslands og stóð sig með ágætum og varð í öðru sæti bæði í svigi og stórsvigi. Árangur Maríu á árinu skilaði henni úr 209. sæti á heimslistanum í svigi og niður í 90. sæti með 15.54 FIS punkta. Er þetta í fyrsta skipti í 4 ár sem Ísland á skíðamann í topp 100 á heimslista eða síðan Björgvin Björgvinsson var á sínu síðasta ári.

Skíðamaður ársins

Snorri Einarsson

Skíðamaður ársinsSnorri er fæddur árið 1986 og hefur keppt um árabil undir norsku ríkisfangi. Hann er búsettur í Noregi en faðir hans er íslenskur. Í sumar skipti hann hinsvegar um ríkisfang og keppir í fyrsta skipti fyrir Íslands hönd. Þó Snorri hafi aðeins keppt í 5 mótum fyrir Íslands hönd eru yfirburðir hans slíkir í skíðagöngu á Íslandi að ekki er hægt að horfa fram hjá honum í vali á Skíðamanni ársins. Bestum árangri náði Snorri í 15km göngu með frjálsri aðferð í Olos í Finnlandi á alþjóðlegu FIS móti í nóvember 2016. Þar hafnaði hann í 2. sæti og fékk fyrir vikið 39,24 FIS stig. Á heimslista FIS er Snorri í 174. sæti á lista yfir lengri vegalendir. Snorri hefur nú þegar náð lágmörkum fyrir HM 2017 og ÓL 2018.

Skotíþróttakona ársins

Jórunn Harðardóttir

Skotíþróttakona ársinsJórunn er landsliðskona í riffli og skammbyssu. Jórunn varð Íslandsmeistari í Þrístöðu með riffli og í loftskammbyssu. Hún varð í 38. sæti á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og í 79. sæti á Heimsbikarmótinu í Þýskalandi. Jórunn er sem stendur í 103. sæti á Heimslistanum og í 54. sæti á Evrópulistanum.

Skotíþróttamaður ársins

Ásgeir Sigurgeirsson

Skotíþróttamaður ársinsÁsgeir er landsliðsmaður í loftskammbyssu og frjálsri skammbyssu.Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í báðum sínum greinum, frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu. Hann varð m.a. í 9. sæti á Heimsbikarmótinu í Brasilíu, í 12. sæti á Heimsbikarmótinu í Thailandi og á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi endaði hann í 19. sæti af 81 keppanda. Ásgeir keppir með liði sínu TSW Götlingen í Þýsku Bundesligunni nokkrar helgar yfir vetrartímann. Hann er einn fárra erlendra keppenda í þýsku deildinni en einungis bestu skotmennirnir komast að hjá þýsku liðunum. Hann er nú efstur keppenda á mótinu í suðurdeildinni í Þýskalandi.Ásgeir er sem stendur í 37. sæti á heimslistanum en hann fór þar hæst í 20. sæti á árinu. Hann er í 17. sæti á Evrópulistanum en þar fór hann hæst í 9. sæti á árinu.

Skvasskona ársins

Dagný Ívarsdóttir

Skvasskona ársinsDagný hefur sennilega aldrei verið jafn dugleg að stu nda æfingar í skvassi og einmitt síðastliðið ár enda eru framfarirnar eftir því. Hún er búsett erlendis þessi misserin og hefur tekið þátt í fjölmörgum mótum og staðið sig með mikilli prýði . Dagný er góð fyrirmynd annarra bæði utan vallar sem innan.

Skvassmaður ársins

Matthías Jónsson

Skvassmaður ársinsMatthías hefur spilað mjög vel á þessu ári og er núverandi íslandsmeistari. Hann hefur einnig verið dugle gur við æfingar og bætir sig stöðugt . Það verður spennandi að fylgjast með honum á skvassvellinum næstu árin. Matthías er til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Skylmingakona ársins

Aldís Edda Ingvarsdóttir

Skylmingakona ársinsAldís Edda varð Íslandsmeistari kvenna í skylmingum með höggsverði og í liðakeppni á árinu. Aldís Edda hreppti silfur á opna Norðurlandamótinu en hún var hársbreidd frá gullinu.

Skylmingamaður ársins

Andri Nikolaysson Mateev

Skylmingamaður ársinsAndri vann það einstaka afrek að verða Norðurlandameistari í flokki U20 (20 ára og yngri) og í flokki U17 (17 ára og yngri). Hann var lykilmaður okkar í karlalandsliðinu U17 sem varð Norðurlandameistari. Andri varð í 3. sæti í karlaflokki og fékk silfur í karlaliðakeppni. Hann varð Íslandsmeistari karla í skylmingum með höggsverði árið 2016.

Sundkona ársins

Hrafnhildur Lúthersdóttir

Sundkona ársinsImageHrafnhildur hefur sýnt miklar framfarir það sem af er ári. Hún hefur lagt áherslu á andlega hlutann og hefur það skilað sér í auknu sjálfsöryggi. Það sem hæst stendur það sem af er ári er Evrópumeistaramótið í 50m laug í London. Árangur hennar var sá besti sem íslensk kona hefur náð á Evrópumeistaramóti: Hrafnhildur setti 3 Íslandsmet í 50m, 100m og 200m bringusundi og tryggði sér tvö silfurverðlaun og ein bronsverðlaun á mótinu, sem er sögulegur árangur þar sem hún er fyrsta íslenska sundkonan sem vinnur verðlaun á stórmóti. Hrafnhildur komst 3 sinnum í undanúrslit og 3 sinnum í úrslit. Hrafnhildur endaði í öðru sæti í 100m bringusundi á EM50 og í öðru sæti í 50m bringusundi. Hún trygggði sér bronsverðlaun í 200m bringusundi. Á heimslista 1. desember 2016 er Hrafnhildur 11. sæti í 100m bringusundi, 10. sæti í 200m bringusundi og 12. sæti í 50m bringusundi þar hefur hún farið upp um 10 sæti síðan í september 2015 Hrafnhildur keppti einnig á ÓL 2016 í Ríó. Þar náði Hrafnhildur öðrum sögulegum áfanga þar sem hún varð fyrsta íslenska sundkonan til að komast í úrslit á Ólympíuleikum. Hrafnhildur komst í úrslit í 100m bringusundi og undanúrslit í 200m bringusundi í Ríó sem er ótrúlega góður árangur. Hún endaði í 6. sæti í 100m bringusundi Varð ellefta í 200m bringusundi Hrafnhildur tók þátt í HM25 í Windsor í Kanada 6.- 11. des s.l. Þar náði hún eftirfarandi árangri: Tvíbætti Íslandsmetið í 50m bringusundi og endaði í 13. sæti Bætti Íslandsmet sitt í 100m bringusundi og varð í 14. sæti. Setti Íslandsmet í 100m fjórsundi og varð í 11. sæti Tók einnig þátt í boðsundum á mótinu en þar setti sveitin 4 íslandsmet. Hrafnhildur er flutt heim til Íslands og hefur sett stefnuna á HM50 sem verður haldið í Búdapest í lok júlí 2017.

Sundmaður ársins

Anton Sveinn Mckee

Sundmaður ársinsAnton Sveinn stóð vel á EM50 og komst í undanúrslit og úrslit. Hann varð sjöundi í 100m bringusundi. ImageHann varð áttundi í 200m bringusundi Endaði í 28. sæti í 50m bringusundi. Anton er sem stendur númer 45 á Heimslista í 200m bringusundi og númer 70 í 100m bringusundi. Anton Sveinn keppti einnig á ÓL í Ríó. Í 200m bringusundi varð hann einungis 13/100 frá því að ná inn í undanúrslit og endaði í 18 sæti. Í 100m bringusundi þá endaði hann í 35. sæti. Anton stundar nám í Alabama og æfir þar.

Taekwondokona ársins

Samar-E-Zahida Uz-Zaman

Taekwondokona ársinsSamar hefur um árabil verið ein allra besta taekwondokona landsins og er í hópi okkar allra bestu keppenda í formum (poomsae). Samar er ríkjandi Íslands- og RIG-meistari í formum og keppti í haust á heimsmeistaramótinu í Perú þar sem hún náði góðum árangri. Hún hefur lent í verðlaunasætum á öllum mótum ársins á vegum TKÍ og er einstaklega góð fyrirmynd annarra keppenda og íþróttinni til mikils sóma.

Taekwondomaður ársins

Svanur Þór Mikaelsson

Taekwondomaður ársinsSvanur Þór hefur einnig verið einn okkar allra besti taekwondomaður um árabil og hefur löngum verið jafnvígur í formum sem og bardaga. Svanur er ríkjandi Íslands- og RIG-meistari og hefur verið ósigrandi í bardaga undafarin ár á mótum innanlands. Svanur keppti á heimsmeistaram óti ungmenna í bardaga í Kanada í nóvember og gekk vel í mjög erfiðum flokki. Svanur er eintaklega góð fyrirmynd annarra iðkenda í greininni og hefur verið burðarás í velgengni Keflavíkurliðsins undanfarin ár.

Tenniskona ársins

Anna Soffía Grönholm

Tenniskona ársinsAnna Soffía hefur verið í fremstu röð íslenskra kvenspilara um árabil þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins 17 ára gömul. Anna Soffía vann tvö af stærstu mótum ársins; Meistaramót kvenna í janúar og Meistaraflokk kvenna á Íslandsmóti utanhúss í ágúst ásamt því að vera efst á Stigalista TSÍ vegna ársins 2016. Anna Soffía hefur spilað vel í ár og sinnt æfingum og keppni af krafti. Hún tók þátt í ýmsum verkefnum á vegum TSÍ í ár en einnig ferðaðist hún talsvert á eigin vegum til að spila í ITF mótum innan Evrópu. Anna Soffia stefnir á að verða fyrsta íslenska tennisstúlkan til að komast inn á heimslista alþjóða tennissambandsins (ITF) 18 ára og yngri.

Tennismaður ársins

Rafn Kumar Bonifacius

Tennismaður ársinsRafn Kumar hefur verið ósigraður hérlendis síðan ágúst 2014. Hann vann öll þrjú stærstu mót ársins; Meistaramót karla í janúar, Meistaraflokkur karla á Íslandsmóti innanhúss í apríl og Meistaraflokk karla á Íslandsmóti utanhúss í ágúst, auk þess að vera efstur á Stigalista TSÍ vegna ársins 2016. Rafn Kumar hefur æft af kappi í ár og ferðast talsvert þar sem hann hefur verið að spila í mótaröð atvinnumanna frá febrúar 2016. Markmið hans er að vera meðal bestu 500 spila heims fyrir lok ársins 2018.

Þríþrautarkona ársins

Hjördís Ýr Ólafsdóttir

Þríþrautarkona ársinsHjördís Ýr kom heim til Íslands á árinu eftir að hafa æft og keppt í þríþraut í Ástralíu í 3 ár. Hún varð bikarmeistari Þríþrautarsambandsins og Íslandsmeistari í sprettþraut og í ólympískri þríþraut. Þá hafnði hún í 2. sæti í áhugamannaflokki í Challenge Iceland (1,9km sund, 90km hjól, 21,1km hlaup) en sú keppni er hluti af alþjóðlegri mótaröð í lengri vegalengdum í þríþraut. Hún mun keppa á heimsmeistaramóti Challenge mótaraðarinnar á næsta ári í Slóvakíu.

Þríþrautarmaður ársins

Hákon Hrafn Sigurðsson

Þríþrautarmaður ársinsHákon Hrafn hefur verið í fremstu röð í þríþraut undanfarin ár og þetta er 5. árið í röð sem hann er valinn Þríþrautarmaður ársins. Hann varð bikarmeistari Þríþrautarsambandsins og Íslandsmeistari í ólympískri þríþraut og í hálfum járnmanni. Þá vann hann áhugamannaflokkinn í Challenge Iceland (1,9km sund, 90km hjól, 21,1km hlaup) og mun keppa á heimsmeistaramóti Challenge mótaraðarinnar á næsta ári í Slóvakíu.

Þríþrautarmaður ársins

Hákon Hrafn Sigurðsson

Þríþrautarmaður ársinsHákon Hrafn hefur verið í fremstu röð í þríþraut undanfarin ár og þetta er 5. árið í röð sem hann er valinn Þríþrautarmaður ársins. Hann varð bikarmeistari Þríþrautarsambandsins og Íslandsmeistari í ólympískri þríþraut og í hálfum járnmanni. Þá vann hann áhugamannaflokkinn í Challenge Iceland (1,9km sund, 90km hjól, 21,1km hlaup) og mun keppa á heimsmeistaramóti Challenge mótaraðarinnar á næsta ári í Slóvakíu.
0070