Fréttir frá Vetrarleikum ungmenna
Ísland hefur lokið keppni á YOG
Í morgun, 30. janúar, kepptu þau Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir í 7,5 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð (Classic) á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon, Suður-Kóreu. Aðstæður til keppni voru frábærar, heiðskírt, stilla og hiti við frostmark.Hjalti og María Kristín kepptu í dag á YOG
Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir hófu keppni á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í morgun þegar þau tóku þátt í sprettgöngu.Flottur dagur á Vetrarólympíuleikum ungmenna
Ísland átti þrjá keppendur í svigi á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í dag. Eyrún Erla Gestsdóttir var 43. eftir fyrri ferð og endaði í 31. sæti af 78 keppendum en Þórdís Helga Grétarsdóttir, sem var í 44. sæti eftir fyrri ferðina náði ekki að klára seinni ferðina og lauk því ekki keppni. Dagur Ýmir Sveinssonvar í 41. sæti eftir fyrri ferð en vann sig upp í 25. sæti í seinni ferðinni. Góður dagur hjá íslenska hópnum í dag. Íslensku keppendurnir í alpagreinum hafa nú lokið keppni á leikunum.Dagur Ýmir keppti í stórsvigi drengja í dag
Dagur Ýmir Sveinsson keppti í dag í stórsvigi drengja á Vetrarólympíuleikum ungmenna. Hann var með rásnúmer 59 af 79 keppendum og í 49. sæti eftir fyrri ferð (65 keppendur kláruðu fyrri ferð). Eyrún Erla og Þórdís Helga kepptu í stórsvigi í Gangwon í dag
Keppni kvenna í stórsvigi á Ólympíuleikum ungmenna er lokið en þar átti Ísland tvo keppendur, þær Eyrúnu Erlu Gestsdóttur og Þórdísi Helgu Grétarsdóttur. Eyrún Erla var með rásnúmer 53 en Þórdís Helga 56 af þeim 79 keppendum sem hófu keppni.Fréttir frá Gangwon
Keppni er hafin á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Gangwon í Suður-Kóreu. Keppendur í alpagreinum mættu fyrst á svæðið, 18. janúar sl. Þau voru viðstödd setningarhátíð leikanna, 19. janúar, sem bauð upp á frábæra ljósasýningu, söng, dans í bland við hefðbundin dagskráratriði.Vetrarólympíuleikum ungmenna slitið í kvöld
Vetrarólympíuleikum ungmenna - þeim þriðju frá upphafi - verður slitið í kvöld í miðbæ Lausanne í Sviss. Lausanne 2020- Síðasti keppnisdagur
Vetrarólympíuleikar ungmenna fara nú fram í Lausanne í Sviss og standa til 22. janúar. Síðasta keppnisgrein í skíðagöngunni fór fram í dag, en það var skíðaganga með hefðbundinni aðferð. Stúlkurnar kepptu í 5km göngu og drengirnir í 10km göngu.
Lausanne 2020 - keppni í skíðagöngu hafin
Á fyrsta keppnisdegi var keppt í skíðakrossi á Vetrarólympíuleikum ungmenna í Lausanne. Seinni hluti að hefjast í Lausanne
Vetrarólympíuleikar ungmenna fara nú fram í Lausanne í Sviss og standa til 22. janúar n.k. Fyrri hluti leikanna, þar sem keppt var í alpagreinum, lauk þann 14. janúar. Aðalbjörg Lilly Hauksdóttir og Gauti Guðmundsson kepptu fyrir Íslands hönd.
Fylgstu með íslenskum keppendum í Lausanne
Vetrarólympíuleikar ungmenna fara nú fram í Lausanne í Sviss og standa til 22. janúar n.k. Hér má sjá þá miðla sem hægt er að fylgjast með í tengslum við leikana:
Lausanne 2020 - keppni í fyrri hluta lokið hjá okkar fólki
Í dag luku íslensku keppendurnir í alpagreinum þátttöku á Ólympíuleikum ungmenna í Lausanne þegar þeir tóku þátt í svigkeppni leikanna.