Fréttir
Fjórði keppnisdagur á Smáþjóðaleikunum - Samantekt
Yngsti keppandi Íslands á Smáþjóðaleikunum 2019
Yngsti keppandi Íslands á leikunum að þessu sinni er Agnes Brynjarsdóttir keppandi í borðtennis. Agnes var 12 ára, átta mánaða og sjö daga þegar leikarnir hér í Svartfjallalandi voru settir. Hún er þó ekki yngsti keppandi sem keppt hefur fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikum því á allra fyrstu leikunum, í San Marínó árið 1985 var Magnús Már Ólafssson sundmaður 12 ára, fjögurra mánaða og 23 daga við setningu leikanna.Andri Stefánsson á sínum tíundu Smáþjóðaleikum
Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, er þaulreyndur fararstjóri sem er nú á sínum 10. Smáþjóðaleikum fyrir hönd ÍSÍ. Hann á sæti í tækninefnd Smáþjóðaleikanna og hefur annast eftirlit fyrir nefndina með borðtenniskeppninni á leikunum og einnig verið hluti af fararstjórn ÍSÍ á leikunum.Þrjú gullverðlaun í frjálsum í dag
Frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum 2019 lauk í Svartfjallalandi í dag með frábærum árangri Íslands. Þrjú gullverðlaun, fjögur silfururverðlaun og sex bronsverðlaun hjá íslensku keppendunum á lokadegi. Einnig voru margir að bæta sinn besta árangur, stelpurnar í 4×100 metra boðhlaupi settu aldursflokkamet í flokki 18-19 ára og 20-22 ára og Dagbjartur Daði Jónsson setti aldursflokkamet 20-22 ára í spjótkasti.
Keppni í loftriffli á Smáþjóðaleikunum
Keppni fór fram í loftriffli kvenna og karla á Smáþjóðaleikunum í dag.
Stelpurnar sigruðu Mónakó í körfu
Einn leikur fór fram í dag í keppni kvenna á Smáþjóðaleikunum en íslenska liðið lék gegn liði Mónakó. Stelpurnar okkar tóku sér fyrsta leikhlutann í að hitna og koma sér í gang en staðan var 26:23 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta var allt annað að sjá vörn okkar stelpna sem settu í lás og sóttu mun ákveðnara hinum megin á vellinum. Staðan í hálfleik 51:28 og ljóst í hvað stefndi. Næsti leikhluti fór 18:13 og sá síðasti 22:18 og öruggur 91:59 sigur í höfn.
Keppni lokið hjá borðtennisfólki
Nú er keppni lokið hjá borðtennisliði Íslands á Smáþjóðaleikunum. Í dag fór fram einliðaleikur og spiluðu Magnús Gauti Úlfarsson og Ingi Darvis Rodriguez karlamegin og Aldís Rún Lárusdóttir og Agnes Brynjarsdóttir kvennamegin. Magnús Gauti var næst því að komast upp úr riðli en hann fór inn í lokaleikinn sinn í dag með einn sigur og eitt tap. Að lokum fór það svo að allir keppendur duttu úr leik og hafa því lokið keppni.
Svekkjandi tap gegn Mónakó
Karlalandsliðið í blaki mætti Mónakó í dag á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Hvorugt liðanna hafði unnið leik á mótinu til þessa.
Íslenskir dómarar að störfum
Sjö íslenskir dómarar eru á Smáþjóðaleikunum. Þeir eru Jón Ólafur Valdimarsson og Sævar Már Guðmundsson í blaki, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson í körfuknattleik, Haraldur Hreggviðsson, Sarah Buckley og Sigurþór Sævarsson í sundi. Körfuknattleiksdómararnir dvelja í bænum Bar þar sem körfuknattleikskeppni leikanna fer fram. Aðrir dómarar gista í leikaþorpinu þar sem þátttakendur dvelja.
Þriðji sigur í höfn hjá blakstelpunum
Íslenska kvennalandsliðið í blaki mætti Liechtenstein á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í morgun. Fyrir leikinn hafði íslenska liðið unnið tvo leiki af þremur en Liechtenstein tapað öllum sínum leikjum.
Dagskrá 4. keppnisdags á Smáþjóðaleikunum
Á morgun, föstudaginn 31. maí, heldur keppni áfram hér í Budva og spennandi viðburðir í boði:
Í borðtennis verður keppt í einliðaleik frá kl. 10 - 17:15 að staðartíma.