Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Covid-19 og íþróttahreyfingin

Líkt og öll önnur starfsemi hefur íþróttastarf á Íslandi ekki farið varhluta af afleiðingum COVID-19 veirunnar og baráttu gegn dreifingu hennar. Nú hefur öllum samkomutakmörkunum verið aflétt á Íslandi sem eru mikil gleðitíðindi fyrir íþróttahreyfinguna. ÍSÍ hvetur þó alla til að halda sig til hlés ef veikindi gera vart við sig og fara áfram varlega, sérstaklega í kringum viðkvæma hópa.

Hér fyrir neðan má svo finna samantekt á fréttum sem birst hafa á heimasíðu ÍSÍ og tengjast COVID-19 og íþróttahreyfingunni.


23.02.2022

Öllum takmörkunum aflétt á miðnætti

Öllum takmörkunum aflétt á miðnættiÁ miðnætti verður öllum takmörkunum vegna COVID-19 faraldursins aflétt, bæði innanlands og við landamærin. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir íþróttahreyfinguna sem og alla landsmenn.
Nánar ...
09.12.2021

Reglugerð framlengd um tvær vikur

Reglugerð framlengd um tvær vikurReglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr.1266/2021 sem átti að falla úr gildi í gær, þann 8. desember, var framlengd um tvær vikur. Reglur sérsambanda gilda því óbreyttar áfram næstu tvær vikurnar.
Nánar ...
12.11.2021

Hvar er hægt að fara í hraðpróf?

Hvar er hægt að fara í hraðpróf?Á vef heilbrigðisráðuneytis er vakin athygli á að heilbrigðisstofnanir um allt land bjóða upp á hraðpróf vegna COVID-19. Í Reykjavík er hægt að fara í sýnatöku á vegum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Auk þess að veita einkaaðilar þessa þjónustu í Reykjanesbæ, á Akureyri og á fjórum stöðum í Reykjavík. Hraðpróf eru notendum að kostnaðarlausu.
Nánar ...