Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13.05.2025 - 13.05.2025

Ársþing ÍBV 2025

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV)...
12

14.06.2024

Vel sótt þing STÍ

Vel sótt þing STÍÁrsþing Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 7.júní. Þingið var afar vel sótt en fulltrúar ellefu héraðs- og íþróttabandalaga af fjórtán aðildarsamböndum mættu og þar af fulltrúar fjórtán skotfélaga af átján sem eiga aðild að STÍ. Halldór Axelsson, formaður, var þingforseti og Magnús Ragnarsson, þingritari.
Nánar ...
13.06.2024

Hákon Þór fer á Ólympíuleikana í París

Hákon Þór fer á Ólympíuleikana í ParísHákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París næsta sumar en Alþjóða ólympíunefndin staðfesti svo í dag. Hákon Þór verður þar með þriðji Íslendingurinn sem kemst inn á Ólympíuleikana.
Nánar ...
13.06.2024

Stjórn endurkjörin á ársþingi HNÍ

Stjórn endurkjörin á ársþingi HNÍÁrsþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) fór fram sunnudaginn 2. maí í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Engar breytingar voru gerðar á lögum HNÍ en samþykktar voru breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem hefur verið birt á heimasíðunni. Ársreikningur og fjárhagsáætlun voru einnig samþykkt.
Nánar ...
12.06.2024

Þing FIS haldið á Íslandi í fyrsta skipti

Þing FIS haldið á Íslandi í fyrsta skipti55. þing Alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS) var haldið í Hörpu í Reykjavík miðvikudaginn 5. júní sl. Er þetta í fyrsta skipti sem ólympískt íþróttasamband heldur þing sitt á Íslandi. Á þriðjudag, fyrir þingið, var haldið sérstakt afmælishóf en í ár eru 100 ár eru frá stofnun FIS. Um 350 erlendir fulltrúar og gestir voru mættir til Reykjavíkur til þess að taka þátt í þinginu og tengdum viðburðum.
Nánar ...
11.06.2024

Skúli Óskarsson látinn

Skúli Óskarsson látinnSkúli Óskarsson lyftingamaður og meðlimur í Heiðurshöll ÍSÍ, lést sunnudaginn 9. júní síðastliðinn á hjartadeild Landspítalans. Hann var 75 ára að aldri.
Nánar ...
11.06.2024

Guðlaug Edda hlýtur styrk frá UMSK

Guðlaug Edda hlýtur styrk frá UMSKGuðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona í Ólympíuhópi ÍSÍ, hlaut í dag styrkt að upphæð 750.000 kr frá Ungmennasambandi Kjalarnessþings (UMSK) en styrkurinn er hugsaður til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í París í næsta mánuði. Guðlaug Edda fékk nýverið boðsæti frá Alþjóða Ólympíunefndinni á Ólympíuleikana en hún er annar Íslendingurinn sem kemst á leikana í sumar.
Nánar ...
11.06.2024

Linda Laufdal fulltrúi ÍSÍ á námskeiði Ólympíuakademíunnar

Linda Laufdal fulltrúi ÍSÍ á námskeiði ÓlympíuakademíunnarÍ maí á hverju ári heldur Alþjóða Ólympíuakademían (IOA) námskeið í Grikklandi þar sem starfsfólki Ólympíusambanda og Ólympíuakademía víðs vegar um heiminn er boðin þátttaka. Þátttakendur ferðast til borgarinnar Ólympíu og fræðast um gildi Ólympíuhreyfingarinnar á einn eða annan hátt í gegnum fræðslu, vinnustofur, og skoðunarferðir. Í ár var námskeiðið haldið í 17. sinn, dagana 13. - 20. maí og var fulltrúi ÍSÍ Linda Laufdal, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ.
Nánar ...
10.06.2024

Ársþingi EOC lokið

Ársþingi EOC lokiðÁrsþing Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) fór fram í Búkarest í Rúmeníu dagana 6. og 7. júní síðastliðinn. Hörður Þorsteinsson gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu þingið.
Nánar ...
09.06.2024

Styrkir til verkefna í þágu barna - framlengdur frestur

Styrkir til verkefna í þágu barna - framlengdur fresturMennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem varða farsæld og samfélagslega virkni, þar á meðal menntun, frístundir, íþróttir, vernd og réttindi barna, í þjónustu við börn og fjölskyldur, m.a. forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir og þjónustu er miðar sérstaklega að börnum í viðkvæmri stöðu og þ.m.t. börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. FRESTURINN HEFUR VERIÐ FRAMLENGDUR UM TVÆR VIKUR TIL 21. JÚNÍ 2024
Nánar ...
06.06.2024

Foreldranámskeið og ný vefsíða 5C

Foreldranámskeið og ný vefsíða 5CKomin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C, en hugmyndafræðin er hugarfóstur ensks prófessors, Christ Harwood, sem er einn sá fremsti í heimi á sviði íþróttasálfræði.
Nánar ...
05.06.2024

Góð mæting á ársþing FSÍ

Góð mæting á ársþing FSÍÁrsþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) fór fram í fundarsal Þróttar í Laugardalnum, fimmtudaginn 16. maí sl. Hefðbundin fundarstörf fóru fram og var Auður Inga Þorsteinsdóttir kjörinn þingforseti og þingritari Fanney Magnúsdóttir. Kjörbréfanefnd skipuðu þær Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, Þórdís Þöll Þráinsdóttir​ og Auður Ólafsdóttir​. Vel mætt var á þingi og fóru félögin með 42 atkvæði á þinginu.
Nánar ...