2019 Svartfjallaland
Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.

Naumt tap gegn Svartfellingum í körfu karla
Íslenska landsliðið í körfuknattleik spilaði hörkuleik við Svartfjallaland í dag, en leikurinn endaði á sigri Svartfellinga 86-92. Strákarnir hvíla á morgun, en spila síðan við Kýpur á föstudag.
Frábær lokadagur í sundkeppni Smáþjóðaleikanna
Síðasta keppnisdeginum af þremur er nú lokið í sundkeppni Smáþjóðaleikanna. Í dag bættust við fimm gullverðlaun, ein silfurverðlaun, sjö bronsverðlaun, Íslandsmet og Landsmet og svo átta bætingar einstaklinga í sínum sundum.
Ráðherrafundur í Svartfjallalandi
Í tengslum við Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi var haldinn fundur ráðherra íþróttamála allra þátttökuþjóðanna á leikunum, líkt og tíðkast hefur á fyrri leikum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, komst ekki á leikana að þessu sinni en Óskar Þór Ármannsson sérfræðingur úr ráðuneytinu sótti leikana og ráðherrafundinn fyrir hennar hönd.Fimm íslensk gullverðlaun á keppnisdegi tvö
Frábærum keppnisdegi er lokið í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þar sem Íslendingar unnu fimm gullverðlaun og eitt silfur. Eftir daginn er Ísland komið á toppinn með sex gullverðlaun, fimm silfur og tvö brons. Í öðru sæti er Lúxemborg með fimm gull, fimm silfur og þrjú brons.
Borðtenniskeppni í tvíliðaleik lokið
Í dag fór fram tvíliðaleikur í borðtennis á Smáþjóðaleikunum. Stella Karen Kristjánsdóttir og Agnes Brynjarsdóttir spiluðu kvennamegin og Magnús Gauti Úlfarsson og Magnús Jóhann Hjartarsson spiluðu karlamegin. Bæði pörin duttu úr keppni í riðlunum.
Góð stemmning í kvennalandsliðinu í körfu
Starfsmaður ÍSÍ hitti Helenu Sverrisdóttur og Sigrúnu Björgu Ólafsdóttur leikmenn kvennalandsliðsins í körfuknattleik eftir leik liðsins á móti Lúxemborg í dag þar sem Ísland vann góðan sigur með 76 stigum gegn 48. Skemmtilegir endurfundir
Jórunn Harðardóttir skotíþróttakona er mætt á sína sjöundu Smáþjóðaleika. Í ár tekur hún þátt í loftskammbyssu og loftriffli kvenna. Hún endaði í 9. sæti í dag í loftskammbyssu með 539 stig og komst ekki í úrslit. Hún keppir í loftriffli á morgun.Vantaði herslumuninn á móti Lúxemborg
Karlalandslið Íslands í blaki mætti Lúxemborg í dag á Smáþjóðaleikunum. Fyrir leikinn hafði íslenska liðið tapað tveimur leikjum á móti Svartfjallalandi 3:1 og San Marínó 3:0. Lúxemborg vann Mónakó 3:1 og tapaði fyrir Svartfjallalandi 3:0.
Blakstelpurnar góðar í hörkuleik
Kvennalandsliðið í blaki spilaði sinn þriðja leik í dag á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Fyrir hafði liðið tapað 3:0 gegn gestgjöfunum og unnið San Marínó 3:0. Lúxemborg tapaði 3:0 fyrir San Marínó og vann Liechtenstein 3:1.
Ásgeir sigurvegari í loftbyssu
Keppendur í loftskammbyssu hófu keppni í dag, þau Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunn Harðardóttir og Ívar Ragnarsson. Íslensku karlarnir komust áfram úr undankeppninni í loftskammbyssu og þar með í 8 manna úrslit. Ásgeir Sigurgeirsson varð annar inn í úrslit með 576 stig og Ívar Ragnarsson þriðji með 561 stig, sem er glæsilegur árangur hjá íslensku strákunum.
Birkir sigraði spennandi leik
Birkir Gunnarsson keppti við Omar Sudzuka frá Möltu í morgun í 16. liða úrslitum í tenniskeppni Smáþjóðaleikanna. Leikurinn var æsispennandi. Birkir tapaði fyrstu lotu, en vann síðan næstu tvær. Leikurinn fór 2:1. Birkir keppir aftur einliðaleik seinnipartinn í dag.
Dagskrá 3. keppnisdags á Smáþjóðaleikum
Forvitnilegt verður að sjá hvort að sólin láti sjá sig á 3. keppnisdegi Smáþjóðaleikanna á morgun, fimmtudaginn 30. maí, Hvort sem það gengur eftir eða ekki þá heldur keppnin áfram hér á leikunum og margir spennandi viðburðir á dagskrá.