Fréttir
GSSE 2017: Fundur ráðherra íþróttamála
Mennta- og menningarmálaráðherra Ísland, Kristján Þór Júlíusson, sem fer með íþróttamál í ráðuneyti, tók þátt í ráðherrafundi sem haldinn er í tengslum við Smáþjóðaleikana. Fundurinn var haldinn mánudaginn 29. maí. Á fundinum sátu forsetar viðkomandi Ólympíunefnda. Fyrir hönd Íslands sat Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Fundarefni var sjálfbærni og var samþykkt yfirlýsing sem ber yfirskriftina Sports in Small States: Environmental and Economic Sustainability, sem má finna hér: Yfirlýsing.
GSSE 2017: Þriðji keppnisdagur
Ísland á keppendur í fjölmörgum greinum í dag.
GSSE 2017: Að loknum öðrum keppnisdegi
Ísland er nú með 13 gull, 4 silfur og 10 brons og í 2. sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga.
GSSE 2017: Tennisfólkið keppti í dag
GSSE 2017: Kvennalandsliðið í blaki vann San Marínó
Íslenska kvennalandsliðið í blaki vann San Marínó 3:2 í dag í öðrum leik sínum á Smáþjóðaleikunum. Ísland tapaði í gær fyrir Kýpur, 3:1.
GSSE 2017: Landsliðin í strandblaki töpuðu
Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir, í kvennalandsliði Íslands í strandblaki, töpuðu fyrir Kýpur, 2:0 (21:10 og 21:8), í dag. Landsliðið tapaði einnig fyrir Mónakó í dag, 2:0.
GSSE 2017: Sveitir Íslands í bogfimi keppa um brons
Sveitir Íslands í bogfimi hafa staðið sig vel og munu keppa um bronsverðlaun á föstudag.