Fréttir
Úrslit á Smáþjóðaleikunum 2015 - Skýrsla
Undirbúningur vegna Smáþjóðaleika 2017
Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE)
Um helgina fór fram aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) auk fundar tækninefndar leikanna. Hefð er fyrir því að halda slíka fundi rúmu ári fyrir leika í því landi sem verður í gestgjafahlutverki ári síðar. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu fundinn auk Guðmundar Þ. Harðarsonar fulltrúa Íslands í tækninefnd GSSE.Líf og fjör í Sjálandsskóla
Íslenskir þátttakendur á Smáþjóðaleikum
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur staðfest tilnefningar sérsambanda sinna um þátttakendur á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1.-6. júní n.k.Íslenskir þátttakendur hittast
Á föstudaginn s.l. var fyrsti fundur íslenskra þátttakenda á Smáþjóðaleikunum. Leikarnir verða settir þann 1. júní og standa yfir til loka dags 6. júní n.k.
Einn mánuður til Smáþjóðaleika
Í dag er einn mánuður þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu fara fram dagana 1. til 6. júní 2015 í Reykjavík og nágrenni. Að því tilefni er síðasta kynningarmynd Smáþjóðaleikanna 2015 birt, til viðbótar við þær ellefu myndir sem nú þegar hafa verið birtar úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“.Blossi heimsótti Vesturbæjarskóla
Frímerki Smáþjóðaleika 2015
Í dag var nýtt frímerki gefið út hjá Íslandspósti. Á frímerkinu eru þær íþróttagreinar sem keppt verður í á Smáþjóðaleikunum 1. - 6. júní 2015. Aðeins í dag er hægt að kaupa sér fyrstadagsumslag. Frímerki Smáþjóðaleikanna 2015
Þann 30. apríl nk. verður nýtt frímerki gefið út hjá Íslandspósti, með myndum af þeim íþróttagreinum sem keppt verður í á Smáþjóðaleikunum 2015. Frímerkið er gefið út af því tilefni að Smáþjóðaleikarnir eru haldnir á Íslandi í ár. Hönnuður frímerkisins er Elsa Nielsen grafískur hönnuður og hluti af hönnunarteymi Smáþjóðaleikanna 2015.
Blossa boðið í heimsókn á Hvolsvöll
Fjórða fréttabréf Smáþjóðaleika 2015
Fjórða fréttabréf Smáþjóðaleikanna á íslensku er nú komið út. Í fréttabréfinu er farið yfir ýmis atriði sem tengjast leikunum.